Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 09. september 2019 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: De Bruyne lagði þrjú upp í fyrri hálfleik
Ryan Babel skoraði tvennu í kvöld.
Ryan Babel skoraði tvennu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Pandev skoraði í sigri Norður-Makedóníu.
Pandev skoraði í sigri Norður-Makedóníu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þýskaland og Holland unnu bæði á útivelli í C-riðli undankeppni EM 2020.

Þjóðverjar höfðu betur á Norður-Írlandi og var þetta fyrsta tap Norður-Íra í undankeppninni. Liðin eru jöfn á toppi riðilsins með tólf stig eftir fimm umferðir.

Holland er í þriðja sæti eftir sannfærandi sigur í EIstlandi. Hollendingar eiga leik til góða, á heimavelli gegn Norður-Írum.

C-riðill:
Norður-Írland 0 - 2 Þýskaland
0-1 Marcel Halstenberg ('48 )
0-2 Serge Gnabry ('90 )

Eistland 0 - 4 Holland
0-1 Ryan Babel ('17 )
0-2 Ryan Babel ('48 )
0-3 Memphis Depay ('76 )
0-4 Georginio Wijnaldum ('87 )

Í E-riðli gerði Króatía jafntefli við Aserbaídsjan fyrr í dag og því var Ungverjaland í dauðafæri á að endurheimta toppsætið þegar Slóvakía kom í heimsókn.

Slóvakar reyndust þó alltof erfiðir og stóðu þeir uppi sem sigurvegarar, 1-2. Toppbaráttan í riðlinum er því orðin afar spennandi.

Króatía er á toppinum með tíu stig eftir fimm umferðir. Slóvakía og Ungverjaland fylgja með níu stig og svo kemur Wales með sex stig og leik til góða.

E-riðill:
Aserbaídsjan 1 - 1 Króatía
0-1 Luka Modric ('12 , víti)
1-1 Tamkin Khalilzade ('72 )

Ungverjaland 1 - 2 Slóvakía
0-1 Robert Mak ('40 )
1-1 Dominik Szoboszlai ('50 )
1-2 Robert Bozenik ('56 )

Í G-riðli hafði Slóvenía betur gegn Ísrael í dramatískum leik. Þetta var þriðji sigur Slóvena í röð og eru þeir komnir uppfyrir Austurríki og í annað sæti.

Benjamin Verbic var hetja Slóvena og skoraði bæði fyrsta og síðasta mark leiksins, sem reyndist sigurmarkið.

Austurríki gerði markalaust jafntefli við topplið Póllands á meðan Norður-Makedónía lagði stigalaust botnlið Lettlands að velli.

G-riðill:
Slóvenía 3 - 2 Ísrael
1-0 Benjamin Verbic ('43 )
1-1 Bebras Natcho ('50 )
1-2 Eran Zahavi ('63 )
2-2 Roman Bezjak ('66 )
3-2 Benjamin Verbic ('90 )

Pólland 0 - 0 Austurríki

Lettland 0 - 2 Norður-Makedónía
0-1 Goran Pandev ('16 )
0-2 Enis Bardi ('19 )

Þá var einnig spilað í I-riðli. Þar hélt Belgía fullkomnu gengi sínu áfram með öruggum sigri í Skotlandi.

Kevin De Bruyne lagði þrjú mörk upp í fyrri hálfleik og skoraði í þeim síðari í 0-4 sigri. Belgía er með fullt hús stiga eftir sex umferðir og eiga Skotar litla sem enga möguleika á að ná öðru sæti riðilsins af Rússlandi.

Rússar unnu Kasakstan og eru þreumr stigum á eftir Belgum. Kasakstan og Kýpur eru átta stigum á eftir Rússlandi.

I-riðill:
Skotalnd 0 - 4 Belgía
0-1 Romelu Lukaku ('10 )
0-2 Thomas Vermaelen ('24 )
0-3 Toby Alderweireld ('32 )
0-4 Kevin de Bruyne ('82 )

San Marínó 0 - 4 Kýpur
0-1 Ioannis Kousoulos ('2 )
0-2 Fotis Papoulis ('39 )
0-3 Ioannis Kousoulos ('73 )
0-4 Kostakis Artymatas ('75 )

Rússland 1 - 0 Kasakstan
1-0 Mario Fernandes ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner