Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. október 2019 11:17
Brynjar Ingi Erluson
Pioli ráðinn þjálfari Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan hefur ráðið Stefano Pioli sem næsta þjálfara liðsins en hann tekur við starfinu af Marco Giampaolo.

Giampaolo var látinn taka poka sinn í gær eftir aðeins nokkra mánuði í starfi en hann náði aðeins í níu stigu úr fyrstu átta umferðum ítölsku deildarinnar.

Milan var ekki lengi ganga frá þjálfaramálunum en tæpum sólarhring síðar var Stefano Pioli kynntur.

Piolo, sem hefur þjálfað lið á borð við Inter, Lazio og Fiorentina, gerði tveggja ára samning við Milan í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner