Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 09. október 2019 11:17
Brynjar Ingi Erluson
Pioli ráðinn þjálfari Milan (Staðfest)
Ítalska félagið AC Milan hefur ráðið Stefano Pioli sem næsta þjálfara liðsins en hann tekur við starfinu af Marco Giampaolo.

Giampaolo var látinn taka poka sinn í gær eftir aðeins nokkra mánuði í starfi en hann náði aðeins í níu stigu úr fyrstu átta umferðum ítölsku deildarinnar.

Milan var ekki lengi ganga frá þjálfaramálunum en tæpum sólarhring síðar var Stefano Pioli kynntur.

Piolo, sem hefur þjálfað lið á borð við Inter, Lazio og Fiorentina, gerði tveggja ára samning við Milan í dag.
Athugasemdir
banner