Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 09. desember 2023 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Bellingham skoraði en það dugði skammt
Jude Bellingham skoraði tólfta deildarmark sitt
Jude Bellingham skoraði tólfta deildarmark sitt
Mynd: EPA
Real Sociedad vann öruggan sigur á Villarreal
Real Sociedad vann öruggan sigur á Villarreal
Mynd: EPA
Spænska stórliðið Real Madrid tapaði stigum í La Liga í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Real Betis.

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham skoraði tólfta deildarmark sitt fyrir Madrídinga á 53. mínútu er hann fékk háa sendingu inn í teiginn, tók boltann á bringuna áður en hann lagði boltann í netið.

Bellingham tók hefðbundna fagnið sitt og sendi síðan stuðningsmönnum Betis fingurkoss.

Þrettán mínútum síðar jafnaði Aitor Ruibal með þrumuskoti fyrir utan teig. Ruibal smellhitti boltann og átti Kepa Arrizabalaga aldrei möguleika á að koma í veg fyrir þetta glæsilega mark.

Real Madrid heldur toppsætinu með þessu stigi en þó aðeins skammt því Girona á leik á morgun, að vísu gegn Barcelona, en liðið fær samt sem áður tækifæri til að komast aftur á toppinn.

Sevilla lagði þá Mallorca, 1-0, á meðan Real Sociedad vann öruggan 3-0 sigur á Villarreal.

Úrslit og markaskorarar:

Betis 1 - 1 Real Madrid
0-1 Jude Bellingham ('53 )
1-1 Aitor Ruibal ('66 )

Mallorca 1 - 0 Sevilla
1-0 Cyle Larin ('11 )

Alaves 0 - 1 Las Palmas
0-1 Kirian Rodriguez ('31 )

Villarreal 0 - 3 Real Sociedad
0-1 Mikel Merino ('38 )
0-2 Martin Zubimendi ('41 )
0-3 Takefusa Kubo ('45 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 26 20 5 1 54 16 +38 65
2 Girona 26 18 5 3 57 32 +25 59
3 Barcelona 26 17 6 3 56 34 +22 57
4 Atletico Madrid 26 16 4 6 52 28 +24 52
5 Athletic 26 14 7 5 46 26 +20 49
6 Betis 26 10 12 4 31 26 +5 42
7 Real Sociedad 26 10 10 6 35 26 +9 40
8 Valencia 25 10 6 9 29 29 0 36
9 Las Palmas 26 10 6 10 26 26 0 36
10 Getafe 26 8 10 8 33 38 -5 34
11 Osasuna 26 9 6 11 30 37 -7 33
12 Alaves 26 7 8 11 25 32 -7 29
13 Villarreal 26 7 8 11 38 48 -10 29
14 Vallecano 26 5 10 11 22 36 -14 25
15 Mallorca 26 4 12 10 23 34 -11 24
16 Sevilla 26 5 9 12 30 38 -8 24
17 Celta 26 4 9 13 29 39 -10 21
18 Cadiz 26 2 12 12 17 37 -20 18
19 Granada CF 25 2 8 15 27 49 -22 14
20 Almeria 26 0 9 17 25 54 -29 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner