Miðjumaðurinn Oliver Bjerrum Jensen verður líklega ekki með Aftureldingu á komandi tímabili. Magnús Már EInarsson segir frá í samtali við Fótbolta.net.
Oliver kom til Aftureldingar fyrir tímabilið 2023, skoraði þá fjögur mörk í 25 leikjum og á liðnu tímabilið skoraði hann eitt mark í 24 leikjum.
Oliver er 22 ára, fyrrum danskur unglingalandsliðsmaður, sem uppalinn er hjá Randers.
Oliver kom til Aftureldingar fyrir tímabilið 2023, skoraði þá fjögur mörk í 25 leikjum og á liðnu tímabilið skoraði hann eitt mark í 24 leikjum.
Oliver er 22 ára, fyrrum danskur unglingalandsliðsmaður, sem uppalinn er hjá Randers.
„Það er útlit fyrir að Oliver verði í Danmörku á næsta ári af persónulegum ástæðum. Hann hefur staðið sig mjög vel með okkur undanfarin tvö ár en hann hefur ekki tök á að koma aftur til Íslands eins og staðan er," segir Magnús.
Þá er einnig orðið ljóst að Patrekur Orri Guðjónsson verði ekki áfram hjá Aftureldingu. Patrekur Orri er 22 ára sóknarmaður sem skoraði eitt mark í 20 leikjum í sumar, einungis tveir af þeim voru byrjunarliðsleikir.
Athugasemdir