Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. janúar 2020 15:10
Elvar Geir Magnússon
Björn Bergmann á leið til APEOL á Kýpur
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er á leið til APOEL á Kýpur. Íslendingavaktin greinir frá því að félagið hafi sent frá sér tilkynningu.

Þar er sagt að Björn komi til Nikósíu, höfuðborgar Kýpur, á morgun.

Reiknað er með því að APOEL fái Björn Bergmann lánaðan út tímabilið frá Rostov í Rússlandi en samkomulagið er með klásúlu um kaup eftir tímabilið.

Björn hefur aðeins leiki sex deildarleiki með rússneska liðinu það sem af er tímabilinu en meiðsli hafa verið að plaga hann.

Björn er 29 ára og hefur leikið 17 landsleiki fyrir Ísland. Síðasti landsleikur hans var haustið 2018.

APOEL er ríkjandi meistari í Kýpur en er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Knattspyrnustjóri liðsins er hinn norski Kare Ingebrigtsen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner