Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 10. janúar 2021 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oliver viðurkennir mistök: Átti að reka Pickford út af
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræðir við Oliver og hans teymi.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræðir við Oliver og hans teymi.
Mynd: Getty Images
Dómarinn Michael Oliver hefur viðurkennt mistök að reka ekki Jordan Pickford, markvörð Everton, af velli fyrir tæklingu á Virgil van Dijk, leikmanni Liverpool, fyrr á þessu tímabili.

Van Dijk meiddist illa eftir tæklinguna og spilar líklega ekki mikið á þessu tímabili - ef eitthvað.

Van Dijk var rangstæður þegar Pickford braut á honum en fram kemur á Sky Sports að Oliver hefði samt sem áður getað rekið hann af velli fyrir fólskulegt brot.

Michael Oliver var dómari á leiknum og hann sagði við Daily Mail: „Við hefðum getað dæmt rangstöðu og rekið Pickford út af. Það sem kom mér á óvart þegar ég skoðaði þetta aftur var að það var ekki búist við því á vellinum að ég myndi gefa rautt spjald; enginn af leikmönnunum bað um það."

„Við hugsuðum of mikið um að að taka þetta skref fyrir skref, en ekki um heildarmyndina. Við hefðum átt að dæma rangstöðuna en veita Pickford öðruvísi refsingu."

Oliver segist vera fylgjandi því að hafa VAR, myndbandsdómarakerfið, í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner