Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. janúar 2022 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle að sækja 19 ára framherja sem hefur verið líkt við Mbappe
Hugo Ekitike.
Hugo Ekitike.
Mynd: Getty Images
Newcastle er komið langt í viðræðum við Reims í Frakklandi um kaup á framherjanum Hugo Ekitike.

Þetta kemur fram á vefmiðlinum 90min. Þar er talað um rétt tæplega 30 milljón punda verðmiða.

Ekitike er gríðarlega spennandi leikmaður. Hann er aðeins 19 ára gamall og er hann markahæsti táningurinn í fimm sterkustu deildum Evrópu á þessari leiktíð. Hann er búinn að skora átta mörk í 17 deildarleikjum í frönsku úrvalsdeildinni.

Í frönskum fjölmiðlum hefur Ekitike verið líkt við Kylian Mbappe, leikmann Paris Saint-Germain.

Newcastle vill ganga frá kaupunum fyrir næsta leik gegn Watford á laugardaginn, vegna meiðsla Callum Wilson.

Newcastle fékk nýja eigendur með djúpa vasa undir lok síðasta árs. Félagið hefur nú þegar gengið frá kaupum á bakverðinum Kieran Trippier og er líklegt að Ekitike sé líka á leiðinni. Það koma svo eflaust fleiri leikmenn eftir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner