Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   sun 12. maí 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-0 í Árbænum.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Ég er bara ánægður með að taka 3 stig hérna á móti sprækum Fylkismönnum. Það er alltaf gott að halda hreinu, við tökum það með okkur líka. Þannig bara ágætis frammistaða á köflum og heilt yfir höldum við bara góðri stjórn á leiknum. Ég held við höfum nú ekki fengið færi á okkur heilt yfir 90 mínúturnar, og sköpuðum þó nokkuð. Þannig ég er bara mjög sáttur með margt í leiknum."

Breiðablik skoraði fyrsta markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en fyrir það hafði gengið erfiðlega að skapa opin færi. Þetta mark opnaði þó leikinn töluvert í seinni hálfleik.

„Ég get alveg verið sammála þér með að við náðum ekki að skapa dauðafærið. En stöðurnar sem við fáum til að búa til eitthvað voru margar, bæði vinstra megin og hægra megin. Jason, Viktor og Höggi (Höskuldur) komast hér í fyrirgjafastöður aftur og aftur. Aron Bjarna fór illa með þá vinstra megin. Þannig sannarlega fengum við stöður til að búa til færi og gerðum það bara mjög vel. Svona eins og við lögðum upp leikinn þá vorum við að komast í stöðurnar sem við vildum koma okkur í. Þannig að já þetta var kærkomið mark og bara sanngjarnt á þeim tímapunkti fannst mér. Það breytir aðeins dýnamíkinni að vera 1-0 yfir í hálfleik. Við gengum svo á lagið fannst mér í seinni hálfleik og klárum þetta fagmannlega."

Breiðablik fær smá frí frá leikjum núna þar sem næstu leikir eru í Mjólkurbikarnum en þeir eru dottnir úr leik þar.

„Það er komin kærkomin pása fyrir okkur núna, hópurinn er búinn að vera mjög þunnur í síðustu leikjum. Við erum búnir að vera með nokkur smávægilega meiðsli og erum með nokkra leikmenn sem eru ennþá að koma sér af stað eftir meiðsli. Þannig við höfum nú 9 daga til að æfa vel og endurheimta milli leikja. Svo bara verðum við klárir í næsta leik á móti Stjörnunni og bara klárir í baráttuna áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner