Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 12. maí 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-0 í Árbænum.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Ég er bara ánægður með að taka 3 stig hérna á móti sprækum Fylkismönnum. Það er alltaf gott að halda hreinu, við tökum það með okkur líka. Þannig bara ágætis frammistaða á köflum og heilt yfir höldum við bara góðri stjórn á leiknum. Ég held við höfum nú ekki fengið færi á okkur heilt yfir 90 mínúturnar, og sköpuðum þó nokkuð. Þannig ég er bara mjög sáttur með margt í leiknum."

Breiðablik skoraði fyrsta markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en fyrir það hafði gengið erfiðlega að skapa opin færi. Þetta mark opnaði þó leikinn töluvert í seinni hálfleik.

„Ég get alveg verið sammála þér með að við náðum ekki að skapa dauðafærið. En stöðurnar sem við fáum til að búa til eitthvað voru margar, bæði vinstra megin og hægra megin. Jason, Viktor og Höggi (Höskuldur) komast hér í fyrirgjafastöður aftur og aftur. Aron Bjarna fór illa með þá vinstra megin. Þannig sannarlega fengum við stöður til að búa til færi og gerðum það bara mjög vel. Svona eins og við lögðum upp leikinn þá vorum við að komast í stöðurnar sem við vildum koma okkur í. Þannig að já þetta var kærkomið mark og bara sanngjarnt á þeim tímapunkti fannst mér. Það breytir aðeins dýnamíkinni að vera 1-0 yfir í hálfleik. Við gengum svo á lagið fannst mér í seinni hálfleik og klárum þetta fagmannlega."

Breiðablik fær smá frí frá leikjum núna þar sem næstu leikir eru í Mjólkurbikarnum en þeir eru dottnir úr leik þar.

„Það er komin kærkomin pása fyrir okkur núna, hópurinn er búinn að vera mjög þunnur í síðustu leikjum. Við erum búnir að vera með nokkur smávægilega meiðsli og erum með nokkra leikmenn sem eru ennþá að koma sér af stað eftir meiðsli. Þannig við höfum nú 9 daga til að æfa vel og endurheimta milli leikja. Svo bara verðum við klárir í næsta leik á móti Stjörnunni og bara klárir í baráttuna áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner