Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
banner
   sun 12. maí 2024 22:42
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-0 gegn Breiðablik í Árbænum.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

„Ég er bara hundfúll, þetta er bara ömurlegt."

Fylkismenn spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik en voru óheppnir að skora ekki. Þeir fá svo á sig mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem var ákveðið högg í magan fyrir þá.

„Þetta er sagan okkar í sumar. Spilum vel úti á vellinum, sköpum okkur fullt af færum og náum ekki að vera nógu effektívir fyrir framan mark andstæðingsins. Það er bara ekki nógu gott, ekki nógu mikil gæði í því sem við erum að gera þar. Aftur á móti eru gæði inn á vellnum og gæði í að koma okkur í færi, en bara lokahnykkurinn er ekki nógu góður. Við fáum svo bara mark í andlitið, það hefur verið svolítið sagan okkar, rétt fyrir hálfleik. Síðan er líka bara mark númer tvö bara fáránlega illa gert hjá okkur. Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu og fórna sér fyrir það, að reyna að koma þessum bolta í burtu frá markinu. Að leggja líf og sál í það, mér finnst það bara ábótavant. Því miður. Það er ekkert sem við getum gert. Það er bara erfitt að vera tala um það núna svona rétt eftir leik en mér finnst þetta bara ekki nógu gott hjá okkur. Svo förum við hátt upp með marga hérna rétt í lokinn og þeir setja mark á okkur í yfirtíma. Þannig að jú það var margt mjög gott í okkar leik, að mörgu leiti. En það er bara ekkert nóg, við þurfum að vera miklu aggressívari fyrir framan mark andstæðinganna og nýta þessa möguleika sem við fáum. Af því það eru alveg fullt af möguleikum sem við sköpum, og gerum það bara vel að mörgu leiti en liðin eru að skora alltof auðveld mörk á okkur. Því miður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner