Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 12. maí 2024 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Matti fagnar marki í kvöld.
Matti fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baráttan við Böðvar.
Baráttan við Böðvar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjuð tilfinning. Mér fannst þetta gríðarlega erfiður leikur," sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn sínum gömlu félögum í FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„FH er með mjög gott lið eins og þeir hafa sýnt í sumar. Það var rosalega mikilvægt fyrir okkur að komast aftur í gang eftir lélega frammistöðu gegn FH. Að halda hreinu og að vinna fannst mér verðskuldað. Við erum mjög sáttir."

FH hefur komið nokkuð á óvart með flottri byrjun á tímabilinu, en liðin tvö voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld.

„Ég þekki Heimi vel og hann er að byggja upp alvöru lið í Krikanum. Hann er einn af færustu þjálfurum Íslands. Vonandi gengur þeim vel og ég þakka þeim fyrir leikinn."

Það kom upp áhugavert atvik í leiknum í kvöld þar sem Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, tók Matthías niður frekar harkalega. Það fór gult spjald á loft en hefði hæglega getað verið rautt spjald.

„Ég veit það ekki. Þetta var vel gert hjá honum, alvöru höfuðlás. Ég og Böddi erum fínir félagar. Ég veit það ekki, það verða aðrir að dæma um það (hvort þetta sé rautt spjald)," sagði Matti og bætti svo við:

„Ég held að hann eigi ísfirska kærustu. Þetta er svolítið gert fyrir vestan, svona alvöru glíma. Nei, það hentar mér vel að vera líkamlegum slögum og við erum fínir félagar eftir þennan leik."

Það var gott fyrir Víkinga að komast aftur á sigurbraut. „Núna spilum við í bikarnum og það verður mjög erfiður leikur á móti Grindavík sem er með gott lið. Við Víkingar ætlum að halda áfram bikarrönninu og þá verðum við að mæta klárir."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner