Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 10. mars 2024 11:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagný: Þá efuðust margir um mig - Núna býst fólk við mér aftur
Mynd: West Ham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

West Ham hefur gefið út heimildamyndina 'Ómarsson' en þar er Dagný Brynjarsdóttir í nærmynd.


Dagný og Ómar Páll Sigurbjartsson unnusti hennar eignuðust sitt annað barn í febrúar síðastliðnum en í myndinni ræðir Dagný um lífið sem móðir á hæsta stigi í fótboltanum.

Þau eiga tvo syni en sá eldri fæddist árið 2018 og margir efuðust um að hún gæti snúið aftur á völlinn á sínum tíma. Hún sannaði að allir höfðu rangt fyrir sér og hún mætti aftur á völlinn og spilaði m.a. sinn 100. landsleik og var í hópnum sem fór á EM árið 2022.

Eftir að hún eignaðist drenginn í síðasta mánuði byrjaði hún að æfa aðeins fimm dögum eftir að hann kom í heiminn og stefnir á að snúa aftur á völlinn áður en tímabilinu lýkur.

Hún var spurð út í það hvort það væri breytt viðhorf almennings í dag.

„Það hafa orðið miklar breytingar. Þegar ég eignaðist eldri soninn, tveimur mánuðum áður en ég varð 27 ára voru margir að búast við því að ferlinum væri lokið sennilega vegna þess að það voru ekki margar mæður að spila. Þá efuðust margir um mig," sagði Dagný.

„Núna býst fólk við mér aftur. Það eru fleiri mæður að spila og æfa á hæsta stigi svo fólk efast ekki eins mikið um þær og vita að þær geta þetta. Það þarf líka að vera stuðningur frá fjölskyldu, félaginu og öllu til að þetta gangi upp."

Dagný er gríðarlega ánægð með stuðninginn sem hún hefur fengið frá West Ham.

„Ég get ekki kvartað undan félaginu, þau hafa stutt mig í gegnum þetta allt. Auðvitað var ég svolítið stressuð að segja þeim. Þetta var ekki planað svo þetta var mikið áfall en síðan ég hef sagt þeim frá þessu hafa þau sýnt mér mikinn stuðning."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner