Það er óvíst hvort Zlatan Ibrahimovic geti spilað á EM í sumar eftir  að hafa meiðst gegn Juventus í gær.
                
                
                                    Zlatan er á mála hjá AC Milan en fyrr á árinu ákvað hann að taka landsliðsskóna frægu úr hillunni og spila fyrir Svía á ný.
Zlatan var að berjast uim boltann á miðjunni í gær og hneig síðar til jarðar án snertingar. Útlit er fyrir að meiðslin séu nokkuð slæm.
Um er að ræða hnémeiðsli en Ante Rebic tók stöðu Zlatan á vellinum í frábærum 3-0 sigri AC Milan.
EM hefst þann 14. júní fyrir Svíþjóð en fyrsti leikur liðsins er gegn Spánverjum.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                

