Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. júní 2019 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Völsungur skellti sér á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Völsungur 2 - 1 Álftanes
0-1 Sigrún Auður Sigurðardóttir ('22)
1-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('54)
2-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('82)

Völsungur er kominn á toppinn í 2. deild kvenna eftir góðan heimasigur gegn Álftanesi.

Gestirnir komust yfir á Húsavík þegar Sigrún Auður Sigurðardóttir skoraði á 22. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum sneri Völsungur leiknum við. Hulda Ösp Ágústsdóttir jafnaði snemma í seinni hálfleiknum og bætti hún við öðru marki á 82. mínútu.

Það var sigurmarkið í leiknum og 2-1 sigur Völsungs staðreynd. Völsungur er með níu stig á toppi 2. deildar. Álftanes er í þriðja sæti með sex stig. Þetta er fyrsta tapið hjá Álftanesi í sumar, Völsungur hefur unnið alla sína þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner