Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. júlí 2018 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Loksins kom fyrsti sigurinn hjá Hugin
Milos skoraði sigurmarkið.
Milos skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Huginn 1 - 0 Höttur
1-0 Milos Ivankovic ('16)

Huginn og Höttur áttust við í frestuðum leik í 2. deild karla í kvöld. Eftir þennan leik eru öll lið deildarinnar búin að spila 10 leiki.

Fyrir leikinn í kvöld hafði Huginn tapað átta leikjum og gert eitt jafntefli. Höttur var með 10 stig fyrir leikinn.

Loksins í kvöld kom fyrsti sigur Hugins! Milos Ivankovic, sem hefur verið einn besti varnarmaður 2. deildarinnar, skoraði á 16. mínútu leiksins og kom heimamönnum yfir.

Það reyndist eina mark leiksins, Höttur náði ekki að svara og 1-0 siguri Hugins staðreynd.

Hvað þýða þessi úrslit?
Huginn er enn á botni deildarinnar en með fjögur stig. Þessi sigur kemur til með að gefa Seyðfirðingum byr undir báða vængi. Höttur er með 10 stig í níunda sæti.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner