Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. júlí 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southampton kaupir markvörð frá Man City (Staðfest)
Angus Gunn.
Angus Gunn.
Mynd: Getty Images
Southampton er búið að festa kaup á markverðinum Angus Gunn frá Manchester City. Samkvæmt Sky Sports hljóðar kaupverðið upp á 13,5 milljónir punda.

Gunn kemur úr akademíu Manchester City en á síðasta tímabili lék hann alla leiki Norwich í Championship-deildinni.

Gunn hefur leikið fyrir öll yngri landslið Englands en hann á 11 landsleiki fyrir U21 landsliðið. Gunn hefur verið í A-landsliðshópi Englands áður en ekki spilað leik fyrir það.

Hann kemur til með að berjast um markvarðarstöðuna við Alex McCarthy hjá Southampton. Southampton er tilbúið að losa sig við Fraser Forster.

Southampton hefur nú þegar keypt Gunn, miðjumanninn Stuart Armstrong frá Celtic og kantmanninn Mohamed Elyounoussi frá Basel. Þá er danski varnarmaðurinn Jannik Vestergaard sagður vera á leiðinni til félagsins frá Borussia Mönchengladbach.
Athugasemdir
banner
banner