Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 10. júlí 2018 21:34
Egill Sigfússon
Þjálfari Rosenborg: Valur alls enginn draumadráttur
Kåre Ingebrigtsen þjálfari Rosenborg
Kåre Ingebrigtsen þjálfari Rosenborg
Mynd: Getty Images
Valur tekur á móti Rosenborg frá Noregi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld klukkan 20:00 á Origo-vellinum. Kåre Ingebrigtsen þjálfari Rosenborg sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Hlíðarenda í kvöld og sagði liðið þurfa að spila verulega vel til að komast alla leið og talaði einnig um að stóru þjóðirnar væru að gera okkur minni þjóðunum erfitt fyrir að komast í Meistaradeildina.

„Eins og Mike (Jensen, fyrirliði Rosenborg) sagði þá er það draumur allra þjálfara og knattspyrnumanna að spila í Meistaradeildinni, við vitum að það er gríðarlega erfitt en við höfum trú á verkefninu. Við þurfum að komast í gegnum fjögur einvígi til að komast þangað sem er erfitt fyrir bæði lið, stóru löndin eru að gera okkur minni löndunum erfitt fyrir að komast í Meistaradeildina. Ég held að einhvern tímann mun keppnin verða lokuð fimm þjóða deild svo við verðum að reyna að komast í hana á meðan við getum."

Ingebrigtsen telur að þetta verði hörkuleikur og sagði að þeir hefðu gjarnan viljað mæta einhverju öðru liði en sterku liði Vals í fyrsta leik.

„Við þurfum að spila okkar besta fótbolta og í fyrsta lagi verðum við að ná góðum úrslitum gegn góðu liði á morgun. Valur hefur verið besta lið Íslands í dágóðan tíma og ég get ekki sagt að þetta hafi verið draumadráttur en við verðum að mæta bestu liðunum til að komast í bestu keppni heims. Við erum tilbúnir í leikinn á morgun og vitum að þetta verður erfiður leikur."

Miðasala á leikinn fer fram hér.

Sjá einnig:
Mike Jensen: Draumurinn er að komast í Meistaradeildina
Athugasemdir
banner
banner