Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. júlí 2018 21:15
Egill Sigfússon
Mike Jensen: Draumurinn er að komast í Meistaradeildina
Mike Jensen í baráttunni við Gumma Kristjáns fyrir þónokkrum árum
Mike Jensen í baráttunni við Gumma Kristjáns fyrir þónokkrum árum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tekur á móti Rosenborg frá Noregi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld klukkan 20:00 á Origo-vellinum. Mike Jensen fyrirliði Rosenborg sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Hlíðarenda í kvöld og sagði liðið þurfa að vera einbeitt til að komast áfram í þessari keppni.

„Við erum spenntir fyrir þessu, við hlökkum alltaf til þessa tíma árs og vitum að í þessari keppni verðum við að vera uppá okkar besta. Við vonumst auðvitað til að komast í annað hvort Meistaradeildina eða Evrópudeildina. Við stefnum á að komast í Meistaradeildina sem er draumur okkar en vitum að það er ótrúlega erfitt og við verðum að vera mjög einbeittir til þess að geta náð því."

Rosenborg sló Ajax út í undankeppni Evrópudeildarinnar í fyrra og tók þátt í riðlakeppni hennar síðasta vetur. Jensen vonast til að liðið nái að vera jafn gott núna og það var á sama tíma í fyrra þótt tímabilið hafi ekki farið jafn vel af stað og þeir hefðu vonast eftir heima fyrir.

„Við vonum að við verðum jafn góðir og við vorum á sama tíma í fyrra. Við höfum verið í smá veseni á þessari leiktíð, byrjum illa en það hefur verið stígandi í leik okkar, við erum farnir að vera líkir sjálfum okkur. Við höfum trú á að við náum okkar markmiðum."

Jensen segir það draum sinn sem og liðsins að komast í sjálfa Meistaradeildina til að mæta stærstu liðum og stjörnum heims og talaði um að Birkir Már hefði upplifað þann draum nú í sumar þegar hann lék á HM í Rússlandi.

„Það dreymir öllum knattspyrnumönnum um að komast í meistaradeildinni þar sem þú mætir bestu leikmönnum heims og getur séð hversu mikið roð þú átt í þá. Að spila á móti þessum stærstu liðum heims væri frábær lífsreynsla og við stefnum á það. Við erum með leikmann hér við borðið sem var að spila á HM í sumar sem hefur því upplifað það að spila við bestu leikmenn heims."

Miðasala á leikinn fer fram hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner