Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. júlí 2019 12:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fleiri fundir á viku en á þremur árum hjá Newcastle
Mynd: Getty Images
Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benitez er mættur til Kína þar sem hann er tekinn við Dalian Yifang.

Benitez hætti hjá Newcastle í síðasta mánuði. Benítez sagðist hafa viljað vera áfram hjá Newcastle en í bréfi sem hann skrifaði kemur fram að hugmyndafræði hans hafi ekki verið eins og hjá félaginu.

Hann er búinn að vera í rúma viku í Kína og er hann ánægður með byrjunina. Hann segir að samskiptin við stjórnarmenn Dalian séu allt önnur en þau samskipti sem hann átti við æðstu aðila Newcastle á tíma sínum þar.

„Ég verð að segja það að ég hef átt fleiri fundi með stjórnarformanninum, forsetanum og framkvæmdastjóranum í þessari viku en ég átti á þremur árum hjá Newcastle," skrifar Benitez í bloggi sínu.

Mike Ashley, eigandi Newcastle, er hataður af stuðningsmönnum félagsins og vilja þeir ekkert heitar en að losna við manninn.

Á meðan Benitez nýtur tíma síns í Kína er Newcastle að leita að nýjum knattspyrnustjóra. Steve Bruce, stjóri Sheffield Wednesday, þykir líklegastur í augnablikinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner