Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 10. júlí 2020 21:50
Sverrir Örn Einarsson
Birkir: Mættum ekki til leiks
Birkir Hlynsson
Birkir Hlynsson
Mynd: ÍBV
Ekkert Mjókurbikarsævintýri bíður kvennaliðs ÍBV þetta sumarið en liðið féll úr leik eftir 3-1 tap gegn Val á Origo vellinum í kvöld. Byrjun eyjakvenna var vægast sagt skelfileg en öll þrjú mörk Vals komu á fyrstu tíu mínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 ÍBV

„Gríðarlega svekkjandi bara. Við spiluðum fótbolta í 80 mínútur og stóðum í Íslandsmeisturunum en hefði verið gaman að gera það í 90 en því fór sem fór.“Sagði Birkir Hlynsson aðstoðarþjálfari ÍBV um fyrstu viðbrögð eftir leik.

Fyrstu 10 mínútur leiksins voru ÍBV alls ekki góðar í raun alveg hörmulegar.

„Eins og ég sagði fótbolti er 90 mínútur og við mættum ekki til leiks og ef þú mætir ekki til leiks þá gerast svona hlutir.“

Þrátt fyrir þessa byrjun var seinni hálfleikur hjá ÍBV mun betra svo þjálfarar liðsins hljóta að geta fundið jákvæða hluti úr leik liðsins.

„Já ég er bara mjög ánægður hvernig liðið brást við í seinni hálfleik og stelpurnar sem komu inn stóðu sig mjög vel og eins og þú sagðir við settum eitt sárabótarmark sem kannski segir ekki mikið en gerir kannski mikið fyrir okkur andlega.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner