De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mið 10. júlí 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Haukar unnu KR í hádramatískum leik - ÍH skoraði fjögur á Hlíðarenda
Kvenaboltinn
Haukar eru taplausar á toppnum
Haukar eru taplausar á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍH vann öflugan útisigur
ÍH vann öflugan útisigur
Mynd: Aðsend
Haukakonur unnu magnaðan en um leið dramatískan 4-3 sigur á KR í 10. umferð 2. deildar kvenna á BIRTU-vellinum í Hafnarfirði í kvöld.

Haukar og KR voru bæði taplaus fyrir viðureignina í kvöld og mátti því búast við hörkuleik.

Heimakonur náðu þriggja marka forystu í leiknum. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir skoraði úr víti á 17. mínútu og gerði Glódís María Gunnarsdóttir annað markið tveimur mínútum síðar.

Halla Þórdís Svansdóttir virtist svo gott sem gera út um leikinn með þriðja markinu og Haukakonur komnar í þægilega forystu en KR-ingar lögðu ekki árar í bát.

Emilía Ingvadóttir minnkaði muninn á 59. mínútu og gerði síðan annað mark sitt á 82. mínútu. Fimm mínútum síðar jöfnuðu þær leikinn með marki Kötlu Guðmundsdóttur. Ótrúleg endurkoma og allt stefndi í jafntefli áður en Elín Björg gerði sigurmarkið fyrir Hauka á 89. mínútu.

Sjö mörk og hádramatík en það eru Haukar sem tóku öll stigin í þessum stórmeistaraslag. Haukar eru á toppnu með 28 stig og áfram taplausar en KR í 3. sæti með 20 stig.

Dalvík/Reynir og Einherji gerðu 1-1 jafntefli á Dalvík. Krista Sól Nielsen skoraði mark heimaliðsins á 69. mínútu en Carla Cuadros jafnaði tíu mínútum fyrir leikslok.

Þetta var annað stigið sem Dalvík/Reynir nær í á tímabilinu og er liðið nú komið upp úr fallsæti en Einherji er í 4. sæti með 20 stig.

ÍH vann þá sterkan 4-1 útisigur á KH. Hrönn Haraldsdóttir, Hafrún Birna Helgadóttir, Hanna Kallmaier og Hildur Katrín Snorradóttir gerðu mörk ÍH.

Sigurinn kom ÍH upp í 5. sæti deildarinnar með 19 stig en KH í sætinu fyrir neðan með 16 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Dalvík/Reynir 1 - 1 Einherji
1-0 Krista Sól Nielsen ('69 )
1-1 Carla Martínez Cuadros ('80 )

KH 1 - 4 ÍH
0-1 Hrönn Haraldsdóttir ('7 )
0-2 Hafrún Birna Helgadóttir ('15 )
1-2 Ágústa María Valtýsdóttir ('43 , Mark úr víti)
1-3 Hanna Kallmaier ('43 )
1-4 Hildur Katrín Snorradóttir ('50 )

Haukar 4 - 3 KR
1-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('17 , Mark úr víti)
2-0 Glódís María Gunnarsdóttir ('19 )
3-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('51 )
3-1 Emilía Ingvadóttir ('59 )
3-2 Emilía Ingvadóttir ('82 )
3-3 Katla Guðmundsdóttir ('87 )
4-3 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('89 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner