Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 10. júlí 2024 18:48
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa lánar Coutinho til Vasco Da Gama (Staðfest)
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho er mættur aftur til heimalandsins en hann er genginn í raðir Vasco Da Gama á láni frá Aston Villa.

Þessi 32 ára gamli leikmaður er ekki í plönunum hjá Villa en félagið vildi ekki heldur leyfa honum að rifta samningnum.

Samningur hans gildir út 2026 og var því samþykkt að lána hann til Vasco Da Gama í stað þess að rifta en Villa telur sig geta fengið dágóða upphæð fyrir hann.

Coutinho er uppalinn hjá Vasco Da Gama og má því sannarlega segja að hann sé mættur heim.

Hann varð einn dýrasti leikmaður heims árið 2018 er Liverpool seldi hann til Barcelona fyrir 142 milljónir punda, en hann náði sér aldrei á strik hjá Börsungum.


Athugasemdir
banner