Ítalska félagið Roma hefur staðfest kaupin á franska miðjumanninum Enzo Le Fée en hann kemur til félagsins frá Rennes.
Le Fée er 24 ára gamall og uppalinn hjá Lorient en var fenginn til Rennes fyrir síðustu leiktíð.
Á síðasta tímabili lék hann 35 leiki og gaf 5 stoðsendingar er Rennes hafnaði í 10. sæti deildarinnar.
Roma náði á dögunum samkomulagi við Rennes um kaupverð á Le Fée en það greiðir um 23 milljónir evra.
Le Fée gekkst undir læknisskoðun á dögunum og var hann í dag kynntur sem nýr leikmaður félagsins.
Samkvæmt ítölsku miðlunum er Le Fée nákvæmlega það sem Daniele De Rossi vantaði á miðsvæðið. Frakkinn leikur iðulega sem frjáls 'atta', þar sem hann sækir boltann djúpt, góður leikstjórnandi og býr til gott samspil með vængbakvörðunum.
???? Welcome to Roma, Enzo Le Fée! ???????? #ASRoma pic.twitter.com/QWLVW35mE5
— AS Roma English (@ASRomaEN) July 10, 2024
Athugasemdir


