De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mið 10. júlí 2024 18:12
Brynjar Ingi Erluson
Félagaskipti Guirassy í óvissu
Mynd: EPA
Félagaskipti Gínuemannsins Serhou Guirassy frá Stuttgart til Borussia Dortmund eru í óvissu eftir læknisskoðun hans en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Dortmund hefur náð samkomulagi um kaup á Guirassy, sem skoraði 28 mörk í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.

Hann flaug til Dortmund í gær til að ganga frá skiptum sínum til félagsins, en það er komið babb í bátinn.

Í læknisskoðuninni fann læknateymið meiðsli sem það þarfnast frekari skoðunar og eru því félagaskiptin í biðstöðu.

Guirassy meiddist í landsliðsverkefni með Gíneu í síðasta mánuði og því þarf Dortmund að rannsaka betur hvort meiðslin séu af alvarlegum toga eða ekki.


Athugasemdir
banner
banner