Félagaskipti Gínuemannsins Serhou Guirassy frá Stuttgart til Borussia Dortmund eru í óvissu eftir læknisskoðun hans en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Dortmund hefur náð samkomulagi um kaup á Guirassy, sem skoraði 28 mörk í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.
Hann flaug til Dortmund í gær til að ganga frá skiptum sínum til félagsins, en það er komið babb í bátinn.
Í læknisskoðuninni fann læknateymið meiðsli sem það þarfnast frekari skoðunar og eru því félagaskiptin í biðstöðu.
Guirassy meiddist í landsliðsverkefni með Gíneu í síðasta mánuði og því þarf Dortmund að rannsaka betur hvort meiðslin séu af alvarlegum toga eða ekki.
Während einer medizinischen Untersuchung von Serhou Guirassy wurde eine Verletzung festgestellt, die einer weiteren Abklärung bedarf.
— Borussia Dortmund (@BVB) July 10, 2024
Athugasemdir


