Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. ágúst 2019 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City byrjar af krafti - Sterling með þrennu
Raheem Sterling gerði þrennu.
Raheem Sterling gerði þrennu.
Mynd: Getty Images
VAR lét til sín taka.
VAR lét til sín taka.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
West Ham 0 - 5 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus ('25 )
0-2 Raheem Sterling ('51 )
0-3 Raheem Sterling ('75 )
0-4 Sergio Aguero ('86, víti)
0-5 Raheem Sterling ('90)

Manchester City skellti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri gegn West Ham í fyrsta leik dagsins í deildinni. Leikurinn fór fram á heimavelli West Ham í London.

Gabriel Jesus skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu eftir sendingu frá Kyle Walker og var staðan 1-0 fyrir Englandsmeistarana þegar flautað var til hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Raheem Sterling annað mark City, en stuttu síðar skoraði Gabriel Jesus sitt annað. Við nánari athugun var markið hins vegar dæmt af. Ótrúlega tæpt, en VAR úrskurðaði að um rangstöðu hefði verið að ræða.

City lét það ekki mikið á sig fá. Ederson varði þó frábærlega í tvígang stuttu áður en Sterling skoraði þriðja mark City á 75. mínútu. Eins góð lið og City refsa þegar andstæðingar nýta ekki færi sín.

Man City fékk vítaspyrnu þegar lítið var eftir. Sergio Aguero tók spyrnuna sem var varin af Lukasz Fabianski. Vítaspyrnan var hins vegar tekin aftur þar sem Declan Rice var of fljótur að fara inn í teiginn. Aftur var VAR að láta til sín taka. Aguero tók spyrnuna aftur og skoraði.

Raheem Sterling fullkomnaði þrennu sína áður en leikurinn kláraðist. Lokatölur 5-0 og City skellir sér á toppinn, upp fyrir Liverpool. Það er alveg ljóst að VAR mun fanga einhverjar fyrirsagnir á þessu tímabili.

Klukkan 14:00 hefjast fjórir leikir. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner