Chelsea hefur lánað bandaríska markvörðinn Gabriel Slonina til Barnsley sem leikur í ensku C-deildinni.
Slonina er tvítugur en hann gekk til liðs við Chelsea frá Chicago Fire árið 2022.
Hann hefur ekki spilað leik fyrir enska félagið enn sem komið er en hann var á láni hjá belgíska félaginu Eupen á síðustu leiktíð og var þar liðsfélagi Guðlaugs Victors Pálssonar og Alfreðs Finnbogasonar.
Það fækkar því í stóru markvarðarsveit Chelsea en liðið fékk Filip Jurgensen frá Villarreal á dögunum. Þá eru Djordje Petrovic, Robert Sanchez og Kepa Arizzabalaga einnig á mála hjá félaginu.
Athugasemdir