Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   lau 10. ágúst 2024 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane óskaði Solanke alls hins besta - „Mjög góð kaup"
Mynd: Tottenham

Harry Kane var stórkostlegur þegar hann var hjá Tottenham en hann er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. Hann skoraði 280 mörk í 435 leikjum.


Hann gekk til liðs við Bayern síðasta sumar og hefur liðinu vantað markaskorara síðan.

Tottenham staðfesti í dag að Dominic Solanke væri orðinn leikmaður liðsins en hann var frábær hjá Bournemouth á síðustu leiktíð. Tottenham og Bayern áttust við í æfingaleik í dag þar sem Bayern vann 3-2.

Kane ræddi við Sky Sports um Solanke eftir leikinn.

„Hann er frábær leikmaður. Kraftmikill og hraður. Hann fær tækifæri til að skora í þessu liði miðað við hvernig Ange spilar. Þetta eru mjög góð kaup. Ég hitti hann inn í klefa og óskaði honum alls hins besta og vona auðvitað að hann eigi frábært tímabil." sagði Kane.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner