Manchester United tapaði gegn nágrönnum sínum í Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn eftir vítaspyrnukeppni.
Roy Keane, fyrrum leikmaður liðsins, er spenntur fyrir tímabilinu miðað við spilamennsku liðsins í dag.
„Ef maður væri Erik ten Hag myndi manni líða vel fyrir tímabilið miðað við þessa frammistöðu. Þeir voru bara ekki nógu sterkir í lokin, þeir þurfa meira stál til að koma í veg fyrir mörk seint í leikjum eins og í dag," sagði Keane.
„Það voru góðir kaflar í dag. Ef bestu leikmennirnir haldast heilir býst ég vafalaust við því að Manchester United mun berjast um að enda í topp fjórum."
Athugasemdir