De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 10. ágúst 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nökkvi áfram í bikarnum - Dagur Dan klikkaði í vítakeppni
Mynd: St. Louis City

St. Louis City er komið áfram í 16 liða úrslit Leagues Cup í Ameríku en Orlando City er úr leik eftir vítaspyrnukeppni.


Nökkvi Þeyr Þórisson var í byrjunarliði St. Louis sem vann Portland Timbers 3-1. Hann var tekinn af velli á 72. mínútu þegar staðan var enn 1-1.

Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City tapaði gegn mexíkóska liðinu Cruz Azul eftir vítaspyrnukeppni. 

Bæði lið klikkuðu á sinni fyrstu spyrnu og skoruðu úr næstu fjórum. Það var í höndum Dags að taka sjöttu spyrnu Orlando en markvörður Cruz Azul varði frá honum og mexíkóska liðið tryggði sér sigur þegar Uriel Antuna skoraði úr sjöttu spyrnu liðsins.


Athugasemdir
banner