Erik ten Hag, stjóri Man Utd, var að vonum svekktur eftir tap liðsins í leiknum um Samfélagsskjöldinn eftir vítaspyrnu gegn Man City.
„Við erum svekktir. Við verðum að finna sársaukann. Það finna allir sársaukann og það er gott. Ég sá líka eitthvað jákvætt, við gerðum vel en gátum ekki unnið," sagði Ten Hag.
Marcus Rashford fékk svo sannarlega tækifæri til að skora í leiknum en Ten Hag hefur ekki áhyggjur af enska sóknarmanninum.
„Hann komst oft í góðar stöður. Ég var mjög ánægður að hann kom sér í þessar stöður. Ég veit að ef hann heldur þessu áfram og liðið heldur þessu áfram mun hann skora mörk. Hann er nógu reynslumikill til að takast á við þetta. Um leið og hann skorar eitt munu mörkin hrannast inn," sagði Ten Hag.
Athugasemdir