Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   lau 10. ágúst 2024 12:49
Sölvi Haraldsson
United fengið samþykkt tilboð í De Ligt og Mazraoui
United hafa fengið samþykkt tilboð í þessa leikmenn.
United hafa fengið samþykkt tilboð í þessa leikmenn.
Mynd: Getty Images

Manchester United hafa fengið samþykkt tilboð frá Bayern Munchen í varnarmennina Matthjis De Ligt og Noussair Mazraoui. Frá þessu greinir David Ornstein, blaðamaður The Athletic.


United hafa verið í hafsentaleit í allt sumar eftir að Varane yfirgaf félagið og samdi við Como á Ítalíu. De Ligt hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Ten Hag. De Ligt var fyrirliði Ajax liðsins sem Ten Hag stýrði áður en hann tók við stjórnvölin hjá United.

Ten Hag hefur verið gagnrýndur að taka bara sína leikmenn til United en hann heldur því áfram þar sem De Ligt virðist vera á leiðinni á Leikhús Draumanna.

Wan Bissaka er mjög líklega á förum frá United og er West Ham United líklegasti áfangastaðurinn. Noussair Mazraoui er talinn vera arftaki hans í United liðinu.

United þurfa að borga 45 milljónir punda fyrir De Ligt en sú upphæð gæti endað í 50 milljónum með tímanum. Þá kostar Noussair Mazraoui rúmar 20 milljónir evra. United hafa fengið samþykkt tilboð í þessa leikmenn fyrir þessar upphæðir.

Fyrsti leikur United í deildinni er gegn Fulham á föstudaginn í næstu viku á Old Trafford en þeir keppa á Wembley í kvöld gegn Manchester City í úrslitaleik um Samfélagsskjöldin.


Athugasemdir
banner
banner
banner