Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   þri 10. september 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Yerri Mina sektaður fyrir að leika í veðmálaauglýsingu
Yerri Mina, varnarmaður Everton, hefur verið sektaður um tíu þúsund pund (1,5 milljón króna) af enska knattspyrnusambandinu.

Mina braut veðmálareglur þegar hann tók þátt í veðmálaauglýsingu í heimalandi sínu Kolumbíu um helgina.

Mina lék í auglýsingu fyrir veðmálafyrirtækið Betjuego.

Auk þess að fá sekt þá hefur enska knattspyrnusambandið aðvarað Mina fyrir hegðun sína.
Athugasemdir
banner