Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   lau 10. september 2022 14:02
Aksentije Milisic
Spánn: Þriðja tapið í síðustu fjórum leikjum hjá Gattuso
Falcao kom inn af bekknum.
Falcao kom inn af bekknum.
Mynd: EPA

Rayo Vallecano 2 - 1 Valencia
1-0 Isi Palazon ('5 )
2-0 Nicolas Gonzalez ('52 , sjálfsmark)
2-1 Mouctar Diakhaby ('90+3)


Fyrsta leik dagsins í spænska boltanum er lokið en þá áttust við Rayo Vallecano og Valencia í fimmtu umferð deildarinnar.

Bæði lið eru um miðja deild sem stendur en það voru heimamenn í Vallecano sem voru öflugri í dag og tóku öll þrjú stigin úr leiknum.

Isi Palazon skoraði strax á fimmtu mínútu leiksins eftir sendingu frá Oscar Trejo og var staðan 1-0 í hálfleik fyrir þá hvítklæddu.

Nico Gonzalez, miðjumaður Barcelona sem er á láni hjá Valencia, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net snemma í síðari hálfleiknum og staðan orðin þung fyrir gestina.

Gamla kempan Radamel Falcao kom inn á af bekknum hjá Vallecano og spilaði síðustu 20 mínúturnar eða svo.

Gestunum tókst að setja spennu í leikinn en sex mínútur voru í uppbótartíma. Á þriðju mínútu uppbótartímans tókst Mouctar Diakhaby að minnka muninn en nær komust gestirnir ekki.

Þessi úrslit þýða það að Valencia er með sex stig en liðið hefur nú undir stjórn Ítalans Gennaro Gattuso, tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

Rayo Vallecano er með sjö stig í tíunda sæti deildarinnar.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
15 Osasuna 15 4 3 8 14 18 -4 15
16 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
17 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir