Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   fim 10. október 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Stórleikur á Ítalíu og toppslagur á Englandi
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í evrópsku Þjóðadeildinni í kvöld þar sem keppt er í öllum deildum.

Í A-deild mæta þrjú stórveldi til leiks þar sem Ítalir freista þess að halda fullkominni byrjun áfram þegar Belgía kíkir í heimsókn. Ítalía er búið að sigra fyrstu tvo leikina sína gegn Ísrael og Frakklandi, sem eigast við í innbyrðisviðureign í Ungverjalandi.

Í B-deildinni tekur England á móti Grikklandi í toppslag á meðan Erling Haaland og félagar í norska landsliðinu spila við Slóveníu.

Þá eru einnig leikir á dagskrá í C- og D-deildunum, þar sem Færeyjar eiga heimaleik gegn Armeníu í C-deild.

Þjóðadeildin A
18:45 Ísrael - Frakkland
18:45 Ítalía - Belgía

Þjóðadeildin B
18:45 England - Grikkland
18:45 Finnland - Írland
18:45 Austurríki - Kasakstan
18:45 Noregur - Slóvenía

Þjóðadeildin C
16:00 Lettland - Norður Makedónía
18:45 Færeyjar - Armenia

Þjóðadeildin D
16:00 Moldova - Andorra
18:45 Gibraltar - San Marino
Athugasemdir
banner