U21 landsliðsmaðurinn Logi Hrafn Róbertsson er sterklega orðaður við króatíska félagið NK Istra 1961 og fjalla króatískir miðlar um það í dag að hann hafi skoðað aðstæður hjá félaginu um helgina.
Í króatískum miðlum er fjallað um að Logi og faðir hans hafi séð Istra 1961 spila gegn Varazdin um helgina. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli. Istra 1961 er í borginni Pula sem er sjöunda stærsta borg Króatíu.
„Ég var hrifinn af því sem ég sá. Istra er mjög gott lið. Því miður hef ég ekki náð að sjá borgina til þessa, en ég hef heyrt góða hluti. Ég vona að við getum náð samkomulagi, en við sjáum til," sagði Logi við istarski.hr.
Istra 1961 er í króatísku úrvalsdeildinni, situr þar í sjöunda sæti þegar deildin er tæplega hálfnuð. Liðið endaði í 8. sæti í fyrra. Alls eru tíu lið í deildinni og leikinn fjórföld umferð.
Í króatískum miðlum er fjallað um að Logi og faðir hans hafi séð Istra 1961 spila gegn Varazdin um helgina. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli. Istra 1961 er í borginni Pula sem er sjöunda stærsta borg Króatíu.
„Ég var hrifinn af því sem ég sá. Istra er mjög gott lið. Því miður hef ég ekki náð að sjá borgina til þessa, en ég hef heyrt góða hluti. Ég vona að við getum náð samkomulagi, en við sjáum til," sagði Logi við istarski.hr.
Istra 1961 er í króatísku úrvalsdeildinni, situr þar í sjöunda sæti þegar deildin er tæplega hálfnuð. Liðið endaði í 8. sæti í fyrra. Alls eru tíu lið í deildinni og leikinn fjórföld umferð.
Logi var orðaður við króatískt félag í ágúst og Fótbolti.net hefur fengið þær upplýsingar að það félag sé Istra 1961. Það kom tilboð frá Istra 1961 í Loga í ágúst en það tilboð var ekki samþykkt.
Logi verður samningslaus í lok árs en þar sem hann er yngri en 23 ára á FH rétt á uppeldisbótum fyrir leikmanninn. Hann færi því ekki frítt frá félaginu.
Hann er tvítugur og lék sína fyrstu leiki með FH sumarið 2020. Hann er uppalinn FH-ingur og hefur verið í lykilhlutverki síðustu tímabil. Í upphafi árs lék hann sinn fyrsta A-landsleik og hann á að baki 13 leiki með U21.
Logi hefur spilað sem djúpur miðjumaður með FH en sem miðvörður í U21 landsliðinu. Umboðsmaður hans er Svíinn Martin Dahlin. Sænsku félögin Öster og Helsingborg hafa verið orðuð við Loga sem einnig er á blaði hjá fleiri félögum í Svíþjóð sem og hjá félögum í Noregi.
Athugasemdir