Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   mið 09. október 2024 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Icelandair
Logi Hrafn Róbertsson.
Logi Hrafn Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik með FH í sumar.
Eftir leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru tveir hörkuleikir og við erum enn í góðum séns," sagði Logi Hrafn Róbertsson, varnarmaður FH og U21 landsliðsins, við Fótbolta.net í morgunsárið.

Framundan eru tveir síðustu leikir U21 í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins. Strákarnir mæta Litháen á morgun og þeir geta búið til úrslitaleik gegn Danmörku með sigri þar.

Í síðasta verkefni vann liðið sigur á Danmörku og tapaði svo gegn Wales.

„Þetta var eiginlega svart og hvítt. Við vorum mjög góðir á móti Dönum en svo vantaði kraft í okkur á móti Wales. Það var mjög svekkjandi. Við þurfum að vinna úr því sem við höfum í höndunum," segir Logi en það er mikil spenna í riðlinum og strákarnir eru enn með örlögin í sínum höndum.

„Það er geggjað að fá að spila svona stóra leiki og hafa eitthvað undir. Það gefur okkur auka kraft."

„Við munum eftir leiknum úti gegn Litháen. Þar vorum við heppnir að koma heim með þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfitt og við þurfum að undirbúa okkur vel."

Stefnir á að fara í atvinnumennsku
Logi, sem er fæddur árið 2004, hefur spilað stórt hlutverk með U21 landsliðinu í þessari undankeppni og leikið vel í miðverðinum. Hann er einnig lykilmaður hjá uppeldisfélagi sínu FH en samningur hans þar er að renna út um áramótin.

„Ég stefni á að fara út í atvinnumennsku en ég ætla að klára þessa síðustu leiki með FH eftir landsliðsverkefnið og sjá svo til hvað gerist," segir Logi.

„Það hafa verið einhverjar þreifingar en ekkert meira en það."

Það hefur verið áhugi hjá félögum hér heima á Loga. Valur gerði tilboð í hann í sumar en því var hafnað. Er möguleiki á að þú farir í annað félag hér á Íslandi?

„Nei, ég sé ekki fyrir mér að spila fyrir annað félag (hér heima) en FH, ekki eins og staðan er núna," sagði Logi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner