Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 11. janúar 2019 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Rayo Vallecano með lífsnauðsynlegan sigur
Raul De Tomas með þrennu
Bebe setti lokamark leiksins
Bebe setti lokamark leiksins
Mynd: Getty Images
Rayo Vallecano 4 - 2 Celta Vigo
1-0 Raul De Tomas (´4)
1-1 Nestor Araujo (´13)
1-2 Maxi Gomez (´18, víti)
2-2 Raul De Tomas (´37)
3-2 Raul De Tomas (´77)
4-2 Bebe (´90+1)

Rayo Vallecano lagði Celta Vigo í eina leik kvöldsins í spænsku La Liga.

Rayo komst yfir snemma leiks þegar að Raul De Tomas skoraði beint úr aukaspyrnu. De Tomas átti eftir að koma meira við sögu.

Celta Vigo jafnaði leikinn á 13. mínútu þegar að Nestor Araujo skoraði eftir að frákast barst til hans í teignum.
Maximiliano Gomez bætti við marki fyrir gestina þegar að hann skoraði úr vítaspyrnu á 18. mínútu.

Raul De Tomas jafnaði leikinn á 37. mínútu þegar hann komst einn gegn markmanni. Markið þurfti að skoða með VAR en var dæmt gott og gilt að lokum.

De Tomas var aftur á ferðinni á 77. mínútu þegar hann fékk sendingu inn í teig og kláraði vel. Fyrrum leikmaður Manchester United, Bebe, skoraði svo síðasta mark leiksins og Vallecano, en hann hafði komið inn á sem varamaður tæpum tuttugu mínútum áður.

Rayo Vallecano nálgast öruggt sæti en Celta Vigo mistókst að fjarlægast fallpakkann. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner