Pep Guardiola, stjóri Manchester CIty, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir bikarleikinn gegn Salford en liðin eigast við klukkan 17:45 á Etihad.
Það vekur athygli að hinn 20 ára gamli Divin Mubama er fremsti maður.
Mubama kom til Man City frá West Ham síðasta sumar og er að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Guardiola er með nokkuð sterkt lið miðað við gæði mótherjans og vill hann tryggja það að liðið haldi áfram að sækja sigra eftir slæman kafla í nóvember og desember.
Ef allt fer á versta veg er Guardiola með menn eins og Kevin de Bruyne, Erling Braut Haaland, Bernardo Silva, Savinho og Phil Foden á bekknum.
Byrjunarlið Man City gegn Salford: Ederson, Simpson-Pusey, Ake, Nunes, Gundogan (C), O'Reilly, McAtee, Doku, Grealish, Savinho, Mubama.
Salford er lið sem margir áhugamenn um fótbolta ættu að kannast við en félagið er í eigu þeirra David Beckham, Gary Neville, Ryan Giggs, Paul Scholes, Phil Neville and Nicky Butt, sem voru allir hluti af hinum víðfræga '92 árgangi hjá Manchester United.
Athugasemdir