Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Tristan að snúa aftur - Orðinn sterkari andlega
Mynd: Malmö
Daníel Tristan Guðjohnsen er að snúa til baka úr meiðslum en hann hefur ekki spilað síðan um mitt síðasta sumar. Á Transfermarkt er sagt að Daníel hafi glímt við bakmeiðsli. Hann var í viðtali fyrir helgi þar sem hann segist vonast til að snúa sterkari til baka.

Sænska stórliðið Malmö fékk Daníel í sínar raðir sumarið 2022 og síðasta vor var hann færður upp í aðalliðið. Hann lék einn leik í Allsvenskan á síðasta tímabili, kom inn á gegn Degerfors 5. júní og var annars þrisvar sinnum í hóp.

Daníel er átján ára framherji og segir í viðtalinu á Sydsvenskan að meiðslin hafi komið upp í ágúst og því hefur endurkoman tekið talsverðan tíma. Hann er byrjaður að æfa en ekki tilbúinn að spila alveg strax.

„Þetta var mjög erfitt í byrjun en eftir smá tíma þá vandist ég þessi, samþykkti hvernig staðan var. Með hjálp frá liðsfélögum og starfsfólkinu hjá Malmö þá hefur þetta í raun verið auðveldara en ég hélt," segir Daníel. Hann felur það ekki að hann óttist það að meiðslin hafi áhrif á hans þróun sem fótboltamaður.

„Auðvitað. Ef þú ert svona lengi frá, þá missiru af einhverju. En ég er enn ungur, það er enn mikill tími fyrir mig."

Markmiðið er að koma til baka sem betri leikmaður.

„Andlega þá hefur þetta gert mig sterkari. Það er líka mikilvægt að að læra að þú getur ekki tekið öllu sem sjálfsögðum hlut. Þegar þú ert meiddur þá kanntu að meta það að geta æft, að geta spilað fótbolta," sagði Daníel.

Hann er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og yngri bróðir þeirra Sveins Arons og Andra Lucasar. Hann á að baki 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner