Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 11. apríl 2019 11:57
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Lífið komið núna í röð og reglu
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen verður í teyminu í kringum enska boltann hjá Símanum á en úrvalsdeildin færist þangað frá og með næsta tímabili.

Þetta var kynnt á fréttamannafundi í morgun.

Margrét Lára Viðarsdóttir, Bjarni Þór Viðarsson og Logi Bergmann Eiðsson verða einnig í teyminu en ritstjóri er Tómas Þór Þórðarson.

„Ég held að þetta verði skemmtilegt. Við erum enn að raða upp hugmyndum um hvernig við getum skemmt fólki sem mest næsta vetur. Auðvitað er þetta stærsta deild í heimi og ég er virkilega spenntur," segir Eiður.

Eins og flestir vita er hann einnig aðstoðarþjálfari U21-landsliði Íslands.

„Það leið aðeins of langur tími eftir ferilinn að koma lífinu í röð og reglu. Það hefur verið mikið flakk á mér og ég hef tekið að mér hin og þessi verkefni. Loksins er ég kominn í starf sem hefur meiri röð og reglu. Þetta er það sem ég ætla að gera á næstu árum og nú verð ég ekki lengur í ferðatösku," segir Eiður.

Eið þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum enda átt magnaðan feril með Chelsea, Barcelona, íslenska landsliðinu og fleiri liðum. Hann hyggst nýta sambönd sín í starfinu fyrir símann.

„Við verðum bæði í stúdíói á Íslandi og verðum úti. Ég hugsa um að ég muni eitthvað nýta mín sambönd úti og vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt úr því."

Sjáðu viðtalið við Eið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars um enska boltann og baráttuna sem er í gangi þar.
Athugasemdir