Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fim 11. apríl 2019 11:57
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Lífið komið núna í röð og reglu
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen verður í teyminu í kringum enska boltann hjá Símanum á en úrvalsdeildin færist þangað frá og með næsta tímabili.

Þetta var kynnt á fréttamannafundi í morgun.

Margrét Lára Viðarsdóttir, Bjarni Þór Viðarsson og Logi Bergmann Eiðsson verða einnig í teyminu en ritstjóri er Tómas Þór Þórðarson.

„Ég held að þetta verði skemmtilegt. Við erum enn að raða upp hugmyndum um hvernig við getum skemmt fólki sem mest næsta vetur. Auðvitað er þetta stærsta deild í heimi og ég er virkilega spenntur," segir Eiður.

Eins og flestir vita er hann einnig aðstoðarþjálfari U21-landsliði Íslands.

„Það leið aðeins of langur tími eftir ferilinn að koma lífinu í röð og reglu. Það hefur verið mikið flakk á mér og ég hef tekið að mér hin og þessi verkefni. Loksins er ég kominn í starf sem hefur meiri röð og reglu. Þetta er það sem ég ætla að gera á næstu árum og nú verð ég ekki lengur í ferðatösku," segir Eiður.

Eið þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum enda átt magnaðan feril með Chelsea, Barcelona, íslenska landsliðinu og fleiri liðum. Hann hyggst nýta sambönd sín í starfinu fyrir símann.

„Við verðum bæði í stúdíói á Íslandi og verðum úti. Ég hugsa um að ég muni eitthvað nýta mín sambönd úti og vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt úr því."

Sjáðu viðtalið við Eið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars um enska boltann og baráttuna sem er í gangi þar.
Athugasemdir
banner