Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 11. apríl 2019 11:57
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Lífið komið núna í röð og reglu
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen verður í teyminu í kringum enska boltann hjá Símanum á en úrvalsdeildin færist þangað frá og með næsta tímabili.

Þetta var kynnt á fréttamannafundi í morgun.

Margrét Lára Viðarsdóttir, Bjarni Þór Viðarsson og Logi Bergmann Eiðsson verða einnig í teyminu en ritstjóri er Tómas Þór Þórðarson.

„Ég held að þetta verði skemmtilegt. Við erum enn að raða upp hugmyndum um hvernig við getum skemmt fólki sem mest næsta vetur. Auðvitað er þetta stærsta deild í heimi og ég er virkilega spenntur," segir Eiður.

Eins og flestir vita er hann einnig aðstoðarþjálfari U21-landsliði Íslands.

„Það leið aðeins of langur tími eftir ferilinn að koma lífinu í röð og reglu. Það hefur verið mikið flakk á mér og ég hef tekið að mér hin og þessi verkefni. Loksins er ég kominn í starf sem hefur meiri röð og reglu. Þetta er það sem ég ætla að gera á næstu árum og nú verð ég ekki lengur í ferðatösku," segir Eiður.

Eið þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum enda átt magnaðan feril með Chelsea, Barcelona, íslenska landsliðinu og fleiri liðum. Hann hyggst nýta sambönd sín í starfinu fyrir símann.

„Við verðum bæði í stúdíói á Íslandi og verðum úti. Ég hugsa um að ég muni eitthvað nýta mín sambönd úti og vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt úr því."

Sjáðu viðtalið við Eið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars um enska boltann og baráttuna sem er í gangi þar.
Athugasemdir
banner
banner