Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 11. júní 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juve tilbúið að losa fimm leikmenn til að fjármagna kaup á Pogba
Juventus er sagt hafa mikinn áhuga á því að fá Paul Pogba aftur til félagsins frá Manchester United. United er sagt ætla halda Pogba en Juve ætlar ekki að gefast upp.

Paul Pogba fór frá Juventus árið 2016 og kostaði hann þá United um 89 milljónir punda. Juve er sagt þurfa borga talsvert meira fyrir leikmanninn til þess að fá hann aftur.

Ítölsku meistarnir eru sagðir tilbúnir að selja Joao Cancelo, Douglas Costa, Juan Cuadrado, Mario Mandzukic og Mattia Perin fyrir um 100 milljónir punda alls til þess að fjármagna kaupin á Pogba.

Pogba á tvö ár eftir af samningi sínum við United. Á síðustu leiktíð endaði hann sem markahæsti leikmaður liðsins með sextán mörk í öllum keppnum, þar af þrettán í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner