Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 11. júlí 2019 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Brewster skoraði tvö í sex marka sigri Liverpool
Tranmere Rovers 0 - 6 Liverpool
0-1 Nathaniel Clyne ('6 )
0-2 Rhian Brewster ('38 )
0-3 Rhian Brewster ('45 )
0-4 Curtis Jones ('54 )
0-5 Divock Origi ('60 )
0-6 Bobby Duncan ('67 )

Liverpool vann Tranmere Rovers 6-0 í fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. Enski táningurinn Rhian Brewster skoraði tvö.

Nathaniel Clyne kom Liverpool yfir á 6. mínútu með föstu hægri fótar skoti eftir sendingu frá Rhian Brewste.

Brewster átti sjálfur eftir að koma nóg við sögu en hann skoraði á 38. mínútu. James Milner átti þá sendingu yfir á hægri vænginn, þar var Harry Wilson mættur til að vippa honum á hausinn á Brewster sem skoraði.

Enski táningurinn var aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks en Milner átti þá skot sem var varið út í teiginn og þar var Brewster mættur til að klára færið.

Það var nýtt byrjunarlið í þeim síðari en það virtist ekki skipta máli því Liverpool hélt áfram að skora. Curtis Jones gerði fjórða markið áður en Meistaradeildarhetjan Divock Origi kom sér á blað og kom Liverpool í 5-0. Bobby Duncan, frændi Steven Gerrard, gerði svo sjötta markið af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Ki-Jana Hoever.

Lokatölur 6-0 fyrir Liverpool í fyrsta leik á undirbúningstímabilinu.



Athugasemdir
banner