Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 11. júlí 2020 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Lúxus að geta gert svona breytingar
Andri er sáttur með að vera í 8-liða úrslitunum.
Andri er sáttur með að vera í 8-liða úrslitunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er sáttur með að vera kominn áfram. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og sú varð raunin að Keflavík gaf okkur góðan og erfiðan leik. Sáttur með að komast í gegnum leikinn og erum áfram í þessum bikar, það er frábært," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir sigur á Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór/KA er komið áfram í 8-liða úrslitin og mætir þar Haukum á heimavelli.

„Ég vil hrósa Keflavík sérstaklega fyrir hvað þær voru þéttar og við að sama skapi náðum ekki að spila okkar sóknarleik en skoruðum eitt mark og það dugar."

Kom lið Keflavíkur Andra á óvart?

„Nei alls ekki, ég þekki þjálfarann [Gunnar Magnús Jónsson] aðeins, hef verið með honum á þjálfaranámskeiðum og hann veit alveg hvað hann er að gera með þetta lið. Þetta eru frábærar og flottar stelpur og þeim gengur vel í sinni deild, ég vissi að þetta yrði erfiður leikur."

Fimm breytingar voru á byrjunarliði Þór/KA frá síðasta deildarleik. Þær Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Lára Einarsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Madeline Rose Gotta og Lauren Amie Allen komu inn í liðið frá tapinu gegn Val í síðasta deidarleik. Hvernig fannst Andra stelpurnar sem komu inn í liðið standa sig.

„Frábærlega, þær gáfu sig allar í þetta og Snædís skoraði sem var frábært að sjá og ég er mjög ánægður með þær og liðið í heild sinni. Það er mjög gott að vera með stóran og öflugan leikmannahóp og geta því rúllað mínútum á milli leikmanna. Það er stutt í næsta leik, ég segi ekki að þetta sé illnauðsyn heldur er þetta lúxus einfaldlega að geta gert svona breytingar."

Andri var næst spurður út í innkomu Madeline og Lauren ásamt því hvort hann hefði verið stressaður undir lok leiks að Keflavík myndi jafna leikinn. Svör hans má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikmenn og þjálfarar Keflavíkur virkuðu ósáttir undir lok leiks í kjölfarið á því að leikurinn var stöðvaður vegna þess að leikmaður Keflavíkur fékk boltann í andltiið. Þór/KA sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur og eltu boltann uppi og ollu usla.

„Þetta verður að vera klárt hvort það sé 'drop-ball' og hvort við eigum að spila boltanum til baka á andstæðinginn eða hvort liðið eigi að fá boltann. Þarna varð einhver smá misskilningur og kannski eitthvað kapp í fólki að ætla bara að klára leikinn en sem betur fer var ekkert fíaskó úr þessu en þetta var skondið atvik," sagði Andri að lokum.
Athugasemdir
banner