Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 11. júlí 2020 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Lúxus að geta gert svona breytingar
Andri er sáttur með að vera í 8-liða úrslitunum.
Andri er sáttur með að vera í 8-liða úrslitunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er sáttur með að vera kominn áfram. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og sú varð raunin að Keflavík gaf okkur góðan og erfiðan leik. Sáttur með að komast í gegnum leikinn og erum áfram í þessum bikar, það er frábært," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir sigur á Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór/KA er komið áfram í 8-liða úrslitin og mætir þar Haukum á heimavelli.

„Ég vil hrósa Keflavík sérstaklega fyrir hvað þær voru þéttar og við að sama skapi náðum ekki að spila okkar sóknarleik en skoruðum eitt mark og það dugar."

Kom lið Keflavíkur Andra á óvart?

„Nei alls ekki, ég þekki þjálfarann [Gunnar Magnús Jónsson] aðeins, hef verið með honum á þjálfaranámskeiðum og hann veit alveg hvað hann er að gera með þetta lið. Þetta eru frábærar og flottar stelpur og þeim gengur vel í sinni deild, ég vissi að þetta yrði erfiður leikur."

Fimm breytingar voru á byrjunarliði Þór/KA frá síðasta deildarleik. Þær Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Lára Einarsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Madeline Rose Gotta og Lauren Amie Allen komu inn í liðið frá tapinu gegn Val í síðasta deidarleik. Hvernig fannst Andra stelpurnar sem komu inn í liðið standa sig.

„Frábærlega, þær gáfu sig allar í þetta og Snædís skoraði sem var frábært að sjá og ég er mjög ánægður með þær og liðið í heild sinni. Það er mjög gott að vera með stóran og öflugan leikmannahóp og geta því rúllað mínútum á milli leikmanna. Það er stutt í næsta leik, ég segi ekki að þetta sé illnauðsyn heldur er þetta lúxus einfaldlega að geta gert svona breytingar."

Andri var næst spurður út í innkomu Madeline og Lauren ásamt því hvort hann hefði verið stressaður undir lok leiks að Keflavík myndi jafna leikinn. Svör hans má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikmenn og þjálfarar Keflavíkur virkuðu ósáttir undir lok leiks í kjölfarið á því að leikurinn var stöðvaður vegna þess að leikmaður Keflavíkur fékk boltann í andltiið. Þór/KA sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur og eltu boltann uppi og ollu usla.

„Þetta verður að vera klárt hvort það sé 'drop-ball' og hvort við eigum að spila boltanum til baka á andstæðinginn eða hvort liðið eigi að fá boltann. Þarna varð einhver smá misskilningur og kannski eitthvað kapp í fólki að ætla bara að klára leikinn en sem betur fer var ekkert fíaskó úr þessu en þetta var skondið atvik," sagði Andri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner