Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   lau 11. júlí 2020 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Lúxus að geta gert svona breytingar
Andri er sáttur með að vera í 8-liða úrslitunum.
Andri er sáttur með að vera í 8-liða úrslitunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er sáttur með að vera kominn áfram. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og sú varð raunin að Keflavík gaf okkur góðan og erfiðan leik. Sáttur með að komast í gegnum leikinn og erum áfram í þessum bikar, það er frábært," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir sigur á Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór/KA er komið áfram í 8-liða úrslitin og mætir þar Haukum á heimavelli.

„Ég vil hrósa Keflavík sérstaklega fyrir hvað þær voru þéttar og við að sama skapi náðum ekki að spila okkar sóknarleik en skoruðum eitt mark og það dugar."

Kom lið Keflavíkur Andra á óvart?

„Nei alls ekki, ég þekki þjálfarann [Gunnar Magnús Jónsson] aðeins, hef verið með honum á þjálfaranámskeiðum og hann veit alveg hvað hann er að gera með þetta lið. Þetta eru frábærar og flottar stelpur og þeim gengur vel í sinni deild, ég vissi að þetta yrði erfiður leikur."

Fimm breytingar voru á byrjunarliði Þór/KA frá síðasta deildarleik. Þær Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Lára Einarsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Madeline Rose Gotta og Lauren Amie Allen komu inn í liðið frá tapinu gegn Val í síðasta deidarleik. Hvernig fannst Andra stelpurnar sem komu inn í liðið standa sig.

„Frábærlega, þær gáfu sig allar í þetta og Snædís skoraði sem var frábært að sjá og ég er mjög ánægður með þær og liðið í heild sinni. Það er mjög gott að vera með stóran og öflugan leikmannahóp og geta því rúllað mínútum á milli leikmanna. Það er stutt í næsta leik, ég segi ekki að þetta sé illnauðsyn heldur er þetta lúxus einfaldlega að geta gert svona breytingar."

Andri var næst spurður út í innkomu Madeline og Lauren ásamt því hvort hann hefði verið stressaður undir lok leiks að Keflavík myndi jafna leikinn. Svör hans má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikmenn og þjálfarar Keflavíkur virkuðu ósáttir undir lok leiks í kjölfarið á því að leikurinn var stöðvaður vegna þess að leikmaður Keflavíkur fékk boltann í andltiið. Þór/KA sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur og eltu boltann uppi og ollu usla.

„Þetta verður að vera klárt hvort það sé 'drop-ball' og hvort við eigum að spila boltanum til baka á andstæðinginn eða hvort liðið eigi að fá boltann. Þarna varð einhver smá misskilningur og kannski eitthvað kapp í fólki að ætla bara að klára leikinn en sem betur fer var ekkert fíaskó úr þessu en þetta var skondið atvik," sagði Andri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner