Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 11. júlí 2020 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Lúxus að geta gert svona breytingar
Andri er sáttur með að vera í 8-liða úrslitunum.
Andri er sáttur með að vera í 8-liða úrslitunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er sáttur með að vera kominn áfram. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og sú varð raunin að Keflavík gaf okkur góðan og erfiðan leik. Sáttur með að komast í gegnum leikinn og erum áfram í þessum bikar, það er frábært," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir sigur á Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór/KA er komið áfram í 8-liða úrslitin og mætir þar Haukum á heimavelli.

„Ég vil hrósa Keflavík sérstaklega fyrir hvað þær voru þéttar og við að sama skapi náðum ekki að spila okkar sóknarleik en skoruðum eitt mark og það dugar."

Kom lið Keflavíkur Andra á óvart?

„Nei alls ekki, ég þekki þjálfarann [Gunnar Magnús Jónsson] aðeins, hef verið með honum á þjálfaranámskeiðum og hann veit alveg hvað hann er að gera með þetta lið. Þetta eru frábærar og flottar stelpur og þeim gengur vel í sinni deild, ég vissi að þetta yrði erfiður leikur."

Fimm breytingar voru á byrjunarliði Þór/KA frá síðasta deildarleik. Þær Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Lára Einarsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Madeline Rose Gotta og Lauren Amie Allen komu inn í liðið frá tapinu gegn Val í síðasta deidarleik. Hvernig fannst Andra stelpurnar sem komu inn í liðið standa sig.

„Frábærlega, þær gáfu sig allar í þetta og Snædís skoraði sem var frábært að sjá og ég er mjög ánægður með þær og liðið í heild sinni. Það er mjög gott að vera með stóran og öflugan leikmannahóp og geta því rúllað mínútum á milli leikmanna. Það er stutt í næsta leik, ég segi ekki að þetta sé illnauðsyn heldur er þetta lúxus einfaldlega að geta gert svona breytingar."

Andri var næst spurður út í innkomu Madeline og Lauren ásamt því hvort hann hefði verið stressaður undir lok leiks að Keflavík myndi jafna leikinn. Svör hans má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikmenn og þjálfarar Keflavíkur virkuðu ósáttir undir lok leiks í kjölfarið á því að leikurinn var stöðvaður vegna þess að leikmaður Keflavíkur fékk boltann í andltiið. Þór/KA sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur og eltu boltann uppi og ollu usla.

„Þetta verður að vera klárt hvort það sé 'drop-ball' og hvort við eigum að spila boltanum til baka á andstæðinginn eða hvort liðið eigi að fá boltann. Þarna varð einhver smá misskilningur og kannski eitthvað kapp í fólki að ætla bara að klára leikinn en sem betur fer var ekkert fíaskó úr þessu en þetta var skondið atvik," sagði Andri að lokum.
Athugasemdir
banner