Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
banner
   lau 11. júlí 2020 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Lúxus að geta gert svona breytingar
Andri er sáttur með að vera í 8-liða úrslitunum.
Andri er sáttur með að vera í 8-liða úrslitunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er sáttur með að vera kominn áfram. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og sú varð raunin að Keflavík gaf okkur góðan og erfiðan leik. Sáttur með að komast í gegnum leikinn og erum áfram í þessum bikar, það er frábært," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir sigur á Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór/KA er komið áfram í 8-liða úrslitin og mætir þar Haukum á heimavelli.

„Ég vil hrósa Keflavík sérstaklega fyrir hvað þær voru þéttar og við að sama skapi náðum ekki að spila okkar sóknarleik en skoruðum eitt mark og það dugar."

Kom lið Keflavíkur Andra á óvart?

„Nei alls ekki, ég þekki þjálfarann [Gunnar Magnús Jónsson] aðeins, hef verið með honum á þjálfaranámskeiðum og hann veit alveg hvað hann er að gera með þetta lið. Þetta eru frábærar og flottar stelpur og þeim gengur vel í sinni deild, ég vissi að þetta yrði erfiður leikur."

Fimm breytingar voru á byrjunarliði Þór/KA frá síðasta deildarleik. Þær Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Lára Einarsdóttir, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Madeline Rose Gotta og Lauren Amie Allen komu inn í liðið frá tapinu gegn Val í síðasta deidarleik. Hvernig fannst Andra stelpurnar sem komu inn í liðið standa sig.

„Frábærlega, þær gáfu sig allar í þetta og Snædís skoraði sem var frábært að sjá og ég er mjög ánægður með þær og liðið í heild sinni. Það er mjög gott að vera með stóran og öflugan leikmannahóp og geta því rúllað mínútum á milli leikmanna. Það er stutt í næsta leik, ég segi ekki að þetta sé illnauðsyn heldur er þetta lúxus einfaldlega að geta gert svona breytingar."

Andri var næst spurður út í innkomu Madeline og Lauren ásamt því hvort hann hefði verið stressaður undir lok leiks að Keflavík myndi jafna leikinn. Svör hans má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikmenn og þjálfarar Keflavíkur virkuðu ósáttir undir lok leiks í kjölfarið á því að leikurinn var stöðvaður vegna þess að leikmaður Keflavíkur fékk boltann í andltiið. Þór/KA sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur og eltu boltann uppi og ollu usla.

„Þetta verður að vera klárt hvort það sé 'drop-ball' og hvort við eigum að spila boltanum til baka á andstæðinginn eða hvort liðið eigi að fá boltann. Þarna varð einhver smá misskilningur og kannski eitthvað kapp í fólki að ætla bara að klára leikinn en sem betur fer var ekkert fíaskó úr þessu en þetta var skondið atvik," sagði Andri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner