Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   lau 11. júlí 2020 18:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bassi Ólafs: Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað
Lengjudeildin
Baldvin í leik gegn KA í vetur.
Baldvin í leik gegn KA í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mjög súrt að tapa enn einum leiknum. Við erum ekki að sækja stigin, það er alveg ljóst, hér í byrjun móts. Við hefðum þegið þetta iðnaðarstig því ekki var þetta fallegur leikur. Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað," sagði Baldvin Ólafsson, spilandi aðstoðarþjálfari Magna, eftir tap gegn Víkingi Ólafsvík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 Víkingur Ó.

Magni fékk 7-0 skell gegn Aftureldingu á þriðjudag. Baldvin hvað hefði verið sagt við leikmenn eftir það stóra tap.

„Muna af hverju við erum í fótbolta, að það séu forréttindi að við séum í fótbolta, hafa gaman og einbeita sér að því og að gera hlutina vel. Við ætlum ekki að láta þann leik ákvarða þetta tímabil, alls ekki."

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en svo stýrðu Ólafsvíkingar leiknum í tuttugu mínútur eða svo og fengu vítaspyrnu sem ekki var skorað úr og skoruðu svo í kjölfarið fyrsta mark leiksins. Magni sótti eftir opnunarmarkið með góðum árangri og uppskar jöfnunarmark. Magnamenn reyndu lítið að sækja á þessum góða kafla gestanna og var Baldvin spurður hvers vegna.

„Frábær spurning. Við erum lið sem höfum tapað öllum leikjum og menn treysta kannski ekki alveg á sendingarnar og fyrstu snertinguna. Svo náum vð skjálftanum úr okkur og munum að við erum fínir í fótbolta."

Sigurmarkið kom eftir að Magnamenn höfðu hreinsað í burtu hornspyrnu Ólsara.

„Ég sá það ekki alveg nægilega vel þar sem ég var farinn af velli. Ég sá að boltinn fór ótrúlega hægt í netið og það er óþolandi, mjög óþolandi. Auðvitað eigum við að vera búnir að losa boltann fyrir löngu, upp í rjáfur eins og í Boganum," sagði Baldvin.

Hann var einnig spurður út í vítaspyrnuna sem gestirnir fengu og stöðuna á sjálfum sér í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir