Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 11. júlí 2020 18:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bassi Ólafs: Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað
Lengjudeildin
Baldvin í leik gegn KA í vetur.
Baldvin í leik gegn KA í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mjög súrt að tapa enn einum leiknum. Við erum ekki að sækja stigin, það er alveg ljóst, hér í byrjun móts. Við hefðum þegið þetta iðnaðarstig því ekki var þetta fallegur leikur. Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað," sagði Baldvin Ólafsson, spilandi aðstoðarþjálfari Magna, eftir tap gegn Víkingi Ólafsvík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 Víkingur Ó.

Magni fékk 7-0 skell gegn Aftureldingu á þriðjudag. Baldvin hvað hefði verið sagt við leikmenn eftir það stóra tap.

„Muna af hverju við erum í fótbolta, að það séu forréttindi að við séum í fótbolta, hafa gaman og einbeita sér að því og að gera hlutina vel. Við ætlum ekki að láta þann leik ákvarða þetta tímabil, alls ekki."

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en svo stýrðu Ólafsvíkingar leiknum í tuttugu mínútur eða svo og fengu vítaspyrnu sem ekki var skorað úr og skoruðu svo í kjölfarið fyrsta mark leiksins. Magni sótti eftir opnunarmarkið með góðum árangri og uppskar jöfnunarmark. Magnamenn reyndu lítið að sækja á þessum góða kafla gestanna og var Baldvin spurður hvers vegna.

„Frábær spurning. Við erum lið sem höfum tapað öllum leikjum og menn treysta kannski ekki alveg á sendingarnar og fyrstu snertinguna. Svo náum vð skjálftanum úr okkur og munum að við erum fínir í fótbolta."

Sigurmarkið kom eftir að Magnamenn höfðu hreinsað í burtu hornspyrnu Ólsara.

„Ég sá það ekki alveg nægilega vel þar sem ég var farinn af velli. Ég sá að boltinn fór ótrúlega hægt í netið og það er óþolandi, mjög óþolandi. Auðvitað eigum við að vera búnir að losa boltann fyrir löngu, upp í rjáfur eins og í Boganum," sagði Baldvin.

Hann var einnig spurður út í vítaspyrnuna sem gestirnir fengu og stöðuna á sjálfum sér í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner