Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   lau 11. júlí 2020 18:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bassi Ólafs: Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað
Lengjudeildin
Baldvin í leik gegn KA í vetur.
Baldvin í leik gegn KA í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mjög súrt að tapa enn einum leiknum. Við erum ekki að sækja stigin, það er alveg ljóst, hér í byrjun móts. Við hefðum þegið þetta iðnaðarstig því ekki var þetta fallegur leikur. Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað," sagði Baldvin Ólafsson, spilandi aðstoðarþjálfari Magna, eftir tap gegn Víkingi Ólafsvík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 Víkingur Ó.

Magni fékk 7-0 skell gegn Aftureldingu á þriðjudag. Baldvin hvað hefði verið sagt við leikmenn eftir það stóra tap.

„Muna af hverju við erum í fótbolta, að það séu forréttindi að við séum í fótbolta, hafa gaman og einbeita sér að því og að gera hlutina vel. Við ætlum ekki að láta þann leik ákvarða þetta tímabil, alls ekki."

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en svo stýrðu Ólafsvíkingar leiknum í tuttugu mínútur eða svo og fengu vítaspyrnu sem ekki var skorað úr og skoruðu svo í kjölfarið fyrsta mark leiksins. Magni sótti eftir opnunarmarkið með góðum árangri og uppskar jöfnunarmark. Magnamenn reyndu lítið að sækja á þessum góða kafla gestanna og var Baldvin spurður hvers vegna.

„Frábær spurning. Við erum lið sem höfum tapað öllum leikjum og menn treysta kannski ekki alveg á sendingarnar og fyrstu snertinguna. Svo náum vð skjálftanum úr okkur og munum að við erum fínir í fótbolta."

Sigurmarkið kom eftir að Magnamenn höfðu hreinsað í burtu hornspyrnu Ólsara.

„Ég sá það ekki alveg nægilega vel þar sem ég var farinn af velli. Ég sá að boltinn fór ótrúlega hægt í netið og það er óþolandi, mjög óþolandi. Auðvitað eigum við að vera búnir að losa boltann fyrir löngu, upp í rjáfur eins og í Boganum," sagði Baldvin.

Hann var einnig spurður út í vítaspyrnuna sem gestirnir fengu og stöðuna á sjálfum sér í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner