Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 11. júlí 2020 18:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bassi Ólafs: Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað
Lengjudeildin
Baldvin í leik gegn KA í vetur.
Baldvin í leik gegn KA í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mjög súrt að tapa enn einum leiknum. Við erum ekki að sækja stigin, það er alveg ljóst, hér í byrjun móts. Við hefðum þegið þetta iðnaðarstig því ekki var þetta fallegur leikur. Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað," sagði Baldvin Ólafsson, spilandi aðstoðarþjálfari Magna, eftir tap gegn Víkingi Ólafsvík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 Víkingur Ó.

Magni fékk 7-0 skell gegn Aftureldingu á þriðjudag. Baldvin hvað hefði verið sagt við leikmenn eftir það stóra tap.

„Muna af hverju við erum í fótbolta, að það séu forréttindi að við séum í fótbolta, hafa gaman og einbeita sér að því og að gera hlutina vel. Við ætlum ekki að láta þann leik ákvarða þetta tímabil, alls ekki."

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en svo stýrðu Ólafsvíkingar leiknum í tuttugu mínútur eða svo og fengu vítaspyrnu sem ekki var skorað úr og skoruðu svo í kjölfarið fyrsta mark leiksins. Magni sótti eftir opnunarmarkið með góðum árangri og uppskar jöfnunarmark. Magnamenn reyndu lítið að sækja á þessum góða kafla gestanna og var Baldvin spurður hvers vegna.

„Frábær spurning. Við erum lið sem höfum tapað öllum leikjum og menn treysta kannski ekki alveg á sendingarnar og fyrstu snertinguna. Svo náum vð skjálftanum úr okkur og munum að við erum fínir í fótbolta."

Sigurmarkið kom eftir að Magnamenn höfðu hreinsað í burtu hornspyrnu Ólsara.

„Ég sá það ekki alveg nægilega vel þar sem ég var farinn af velli. Ég sá að boltinn fór ótrúlega hægt í netið og það er óþolandi, mjög óþolandi. Auðvitað eigum við að vera búnir að losa boltann fyrir löngu, upp í rjáfur eins og í Boganum," sagði Baldvin.

Hann var einnig spurður út í vítaspyrnuna sem gestirnir fengu og stöðuna á sjálfum sér í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner