Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   lau 11. júlí 2020 18:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bassi Ólafs: Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað
Lengjudeildin
Baldvin í leik gegn KA í vetur.
Baldvin í leik gegn KA í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mjög súrt að tapa enn einum leiknum. Við erum ekki að sækja stigin, það er alveg ljóst, hér í byrjun móts. Við hefðum þegið þetta iðnaðarstig því ekki var þetta fallegur leikur. Djöfull hefði verið ágætt að koma okkur á blað," sagði Baldvin Ólafsson, spilandi aðstoðarþjálfari Magna, eftir tap gegn Víkingi Ólafsvík í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 Víkingur Ó.

Magni fékk 7-0 skell gegn Aftureldingu á þriðjudag. Baldvin hvað hefði verið sagt við leikmenn eftir það stóra tap.

„Muna af hverju við erum í fótbolta, að það séu forréttindi að við séum í fótbolta, hafa gaman og einbeita sér að því og að gera hlutina vel. Við ætlum ekki að láta þann leik ákvarða þetta tímabil, alls ekki."

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en svo stýrðu Ólafsvíkingar leiknum í tuttugu mínútur eða svo og fengu vítaspyrnu sem ekki var skorað úr og skoruðu svo í kjölfarið fyrsta mark leiksins. Magni sótti eftir opnunarmarkið með góðum árangri og uppskar jöfnunarmark. Magnamenn reyndu lítið að sækja á þessum góða kafla gestanna og var Baldvin spurður hvers vegna.

„Frábær spurning. Við erum lið sem höfum tapað öllum leikjum og menn treysta kannski ekki alveg á sendingarnar og fyrstu snertinguna. Svo náum vð skjálftanum úr okkur og munum að við erum fínir í fótbolta."

Sigurmarkið kom eftir að Magnamenn höfðu hreinsað í burtu hornspyrnu Ólsara.

„Ég sá það ekki alveg nægilega vel þar sem ég var farinn af velli. Ég sá að boltinn fór ótrúlega hægt í netið og það er óþolandi, mjög óþolandi. Auðvitað eigum við að vera búnir að losa boltann fyrir löngu, upp í rjáfur eins og í Boganum," sagði Baldvin.

Hann var einnig spurður út í vítaspyrnuna sem gestirnir fengu og stöðuna á sjálfum sér í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner