
„Það eru allar heilar og allar klárar," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag. Á morgun er stórleikur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025.
Ef Ísland vinnur leikinn á Laugardalsvelli, þá tryggir liðið sér þátttökurétt á EM með einn leik eftir.
Ef Ísland vinnur leikinn á Laugardalsvelli, þá tryggir liðið sér þátttökurétt á EM með einn leik eftir.

Við spáum því að Þorsteinn geri eina breytingu frá sigrinum gegn Austurríki fyrir rúmum mánuði síðan.
Sú breyting er að Alexandra Jóhannsdóttir muni aftur koma inn á miðjuna fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur.
Sveindís Jane Jónsdóttir verði þá fremst á vellinum en miðverðir Þýskalands lentu í miklum vandræðum með Sveindísi í útileiknum áður en hún meiddist.
Leikurinn á morgun hefst 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir