Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   fim 11. júlí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Heimir: Minnir á íslenska landsliðið þegar við tókum við því
Heimir Hallgrímsson og eiginkona hans, Íris Sæmundsdóttir.
Heimir Hallgrímsson og eiginkona hans, Íris Sæmundsdóttir.
Mynd: Getty Images
„Það er búið að gerast mikið síðustu daga," segir Heimir Hallgrímsson í viðtali við RÚV en Heimir var í gær óvænt kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Írlands.

Hann lét af störfum sem þjálfari Jamaíku þegar liðið féll úr leik í Copa America og segir að ýmsir möguleikar hafi verið í boði en þetta hafi verið sá sem honum finnst mest spennandi.

„Stjórnendurnir hjá sambandinu voru mjög faglegir og mig langaði að fara í umhverfi þar sem ég get lært af mönnum. Í öðru lagi er þetta spennandi landslið, þetta minnir svolítið á íslenska landsliðið þegar við tókum við því, þegar ég fékk að vera með Lars í upphafi. Þetta er ungt lið sem er samt búið að fá marga landsleiki. Þeir hafa ekki verið að standa sig nógu vel síðustu keppnir þannig að það er allt að vinna fannst mér."

Heimir segir að stjórnendur hjá írska sambandinu séu raunsæir með hvaða væntingar þeir gera til hans.

„Það er það sem var skemmtilegt við þetta, þeir eru raunsæir, þeir vita að þeir eru með ungt lið í höndunum og að það verði ekki árangur samstundis. Þess vegna höfðu þeir samband við mig, horfa á Ísland og hvernig það var byggt upp."
Athugasemdir
banner
banner