Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   fim 11. júlí 2024 21:50
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Við þurfum að byrja á að rífa okkur aftur niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Linfield í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2-0 á Samungvellinum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Linfield

„Mér fannst þetta bara öflugur leikur, mér fannst liðið vera bara mjög gott í dag. Mér fannst við vera skarpir, við hreyfðum boltan hratt. Í fyrri hálfleik fannst mér vanta aðeins upp á færslurnar eins og við vildum hafa þær sóknarlega. Auðvitað hjálpaði að þeir klikkuðu úr vítinu sínu, en mér fannst við alveg verðskulda þennan sigur. Liðið var bara helvíti öflugt."

Stjarnan mætir Linfield aftur í seinni leik liðanna og því var það mjög sterkt hjá þeim að ná inn öðru markinu.

„Ég held að það sé mjög öflugt, við vitum ekki alveg hvaða aðstæður bíða okkur þar. Eitt mark er svo lítið á 90 mínútum og við þurfum auðvitað að vera tilbúnir í það sem bíður okkar. Við þurfum líka vera tilbúnir í að vera aggressívir og passa okkur að vera ekki að falla eitthvað of mikið. Þannig það var mjög mikilvægt (að skora tvö) og auðvitað hefði verið gaman ef við hefðum nýtt stöðurnar sem við komumst í, í seinni hálfleik aðeins betur. En ég er mjög ánægður með liðið."

Stjarnan var með öll völd á vellinum fram að u.þ.b. fertugustu mínútu. Þá kom kafli þar sem Stjörnumenn voru í miklum vandræðum varnarlega.

„Við fórum að falla svolítið niður. Aftasta línan okkar fór að falla mikið niður og þá í raun og veru bjóðum við þeim bara upp á að komast nær teignum og sækja á okkur þar. Sem er ekki það sem við viljum, því að leikurinn þeirra er bara fyrirgjafir. Þar getur vel verið að það hafi verið stress. Menn hafi bara viljað sigla þessu inn í hálfleikinn, en það hjálpar ekki að 'droppa'. Þannig að við þurfum að passa upp á það."

 Stjarnan hefur verið upp og niður í sínu gengi í deildinni, en svona sigur í Evrópu keppni getur hjálpað þeim í komandi leikjum.

„(Sigurinn getur hjálpað) mjög mikið. Það hvað við vorum 'solid' í dag og öflugir á boltan, hjálpar bara mjög mikið. Við þurfum auðvitað að byrja á að rífa okkur niður síðan aftur. Við kannski byrjum á morgun, af því að við eigum annan leik eftir og það verður ekki auðvelt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir