Heimild: Þungavigtin

Sænska félagið Norrköping gekk á dögunum frá kaupum á Sigdísi Evu Bárðardóttur frá Víkingi. Sigdís Eva er 17 ára og var lykilmaður í liði Víkings.
Hún er U19 ára landlsiðskona sem átti sitt fyrsta tímabil í meistaraflokki sumarið 2021. Hún skoraði þrjú mörk í Bestu deildinni í sumar.
Hún er U19 ára landlsiðskona sem átti sitt fyrsta tímabil í meistaraflokki sumarið 2021. Hún skoraði þrjú mörk í Bestu deildinni í sumar.
Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því í Þungavigtinni að sænska félagið hefði greitt 750 þúsund krónur eða um 5000 evrur fyrir leikmanninn. Hann sagði að það hefði verið ákvæði í samningi Sigdísar sem sænska félagið hefði virkjað með þessari upphæð.
Norrköping er í 7. sæti sænsku deildarinnar eftir þrettán leiki. Það er sumarfrí í sænsku deildinni núna fram að 11. ágúst. Þá mætir Norrköping Íslendingaliðinu Kristianstad.
Sigdís er uppalin í Víkingi og skrifaði fyrr á þessu ári undir nýjan samning við félagið.
Athugasemdir