Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 11. ágúst 2020 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid ætlar að kalla Ödegaard til baka frá Sociedad
Martin Ödegaard
Martin Ödegaard
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid ætlar sér að kalla norska sóknartengiliðinn Martin Ödegaard til baka frá Real Sociedad en það er ESPN sem greinir frá.

Ödegaard komst í heimsfréttirnar árið 2015 er hann var aðeins 16 ára gamall en hann samdi þá við Real Madrid eftir að hafa staðið sig vel með Strömsgodset í Noregi.

Hann þótti þá einn efnilegasti leikmaður heims. Það tók hann dágóðan tíma að þróa hæfileika sína en náði að taka skref fram á við er hann gekk til liðs við Real Sociedad á láni á síðasta ári.

Frábær spilamennska hans með liðinu varð til þess að liðið komst í úrslitaleik spænska bikarsins. Hann lék 36 leiki í deild- og bikar og skoraði sex mörk ásamt því að leggja upp önnur níu.

Samkvæmt ESPN ætlar Real Madrid að kalla hann til baka úr láni frá Sociedad en lánssamningurinn var til tveggja ára.

Zinedine Zidane, þjálfari Madrídinga, vill ólmur fá Ödegaard aftur en ákvörðunin verður tilkynnt á næstu dögum.
Athugasemdir
banner