Arsenal vann franska úrvalsdeildarliðið Lyon 2-0 í æfingaleik í dag. Hafsentarnir Gabriel og Saliba héldu hreinu í dag og skoruðu sitthvort markið. Frammistaða þeirra á undirbúningstímabilinu lofar góðu fyrir tímabilið.
Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik en þetta er seinasti leikur Arsenal áður en þeir mæta Wolves á laugardaginn á Emirates leikvangnum í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea og Inter Milan gerðu þá 1-1 jafntefli á Stamford Bridge þar sem Marcus Thuram kom gestunum frá Ítalíu yfir í fyrri hálfleik og þar við sat í hálfleik.
Eins og gengur og gerist í æfingaleikjum skipta liðin mjög mikið og einn af þeim sem kom inn á af bekknum var hann Lesley Ugochukwu en hann jafnaði leikinn á 90. mínútu. Lokatölur 1-1.
Crystal Palace spiluðu þá einnig æfingaleik á heimavelli sínum í dag þegar þeir fengu franska úrvalsdeildarliðið Nantes í heimsókn.
Liðin gerður 1-1 jafntefli en Nantes tóku forystuna eftir 18 mínútur. Nýji leikmaður Palace Daichi Kamada jafnaði svo metinn í seinni hálfleiknum 1-1 jafntefli staðreynd.
Þá vann Atletico Madrid Juventus 2-0 þar sem Joao Felix og Angel Correa gerðu mörk Madrídinga.