FJórir leikir eru áa dagskrá í Bestu deildinni í dag. Tarik Ibrahimagic mætir sínum gömlu félögum í Vestra.
Víkingur fær Vestra í heimsókn í Víkina í fyrsta leik dagsins en miðjumaðurinn Ibrahimagic gekk til liðs við Víking frá Vestra á dögunum.
Næst á dagskrá er leikur Fylkis og KA en Fylkir getur komist upp úr fallsæti í bili að minnsta kosti með sigri en KA jafnar ÍA að stigum sem situr í 6. sæti með sigri.
Þá mætast Valur og HK en leikmenn HK eru úthvíldir eftir að leik liðsins gegn KR í síðustu umferð var frestað. Á sama tíma er grannaslagur Stjörnunnar og Breiðabliks.
Þá er einnig leikið í 2. deild kvenna og 5. deild karla.
sunnudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
14:00 Víkingur R.-Vestri (Víkingsvöllur)
17:00 Fylkir-KA (Würth völlurinn)
19:15 Valur-HK (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Stjarnan-Breiðablik (Samsungvöllurinn)
2. deild kvenna - A úrslit
16:00 KR-Völsungur (Meistaravellir)
2. deild kvenna - C úrslit
12:00 Vestri-Dalvík/Reynir (Kerecisvöllurinn)
5. deild karla - A-riðill
16:00 Samherjar-Álafoss (Hrafnagilsvöllur)

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |